Hoppa yfir valmynd

Ársskýrsla og sjálfbærni­uppgjör VÍS

Árið 2022

Ávarp forstjóra

Guðný Helga Herbertsdóttir
Forstjóri

Lesa ávarp

Ávarp stjórn­ar­for­manns

Stefán Héðinn Stefánsson
Stjórnarformaður

Lesa ávarp

Skýr framtíðarsýn

Markmið stjórnar VÍS er að gera félagið enn vænlegri fjárfestingakosti á markaði með skýrri sýn á vöxt, þróun og fjármagnsskipan. Liður í því er að gera félagið söludrifnara, efla tengsl við viðskiptavini og vera í fararbroddi við að innleiða nýjungar í tryggingastarfsemi. Samhliða stefnir VÍS á að verða virkur þátttakandi í þróun fjármálastarfsemi á Íslandi með áherslu á arðsaman vöxt, eignastýringu og ýmis önnur tækifæri sem hafa opnast á fjármálamarkaði. 

  • Eignastýringafélagið SIV, sem er í meirihlutaeigu VÍS, mun hefja starfsemi á næstunni og bjóða fjárfestum og viðskiptavinum VÍS spennandi tækifæri á sviði eigna- og sjóðastýringar. Þetta er hluti af stefnumörkun stjórnar — og fyrsta skrefið í að víkka út starfsemi félagsins á fjármálamarkaði.
  • Í febrúar 2023 var tilkynnt að VÍS og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafi ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna. Félögin telja að fyrirhuguð sameining muni styrkja þau til sóknar á spennandi tímum á fjármálamarkaði. Kaupin yrðu háð ýmsum skilyrðum, svo sem niðurstöðu áreiðanleikakannana, samþykki eftirlitsstofnana og samþykki hluthafafundar VÍS.

Með sameiningu félaganna yrðu tekin markviss skref í átt að framtíðarsýn VÍS, sem er að verða spennandi valkostur á íslenskum fjármálamarkaði, ásamt því að auka og efla tekjustoðir félagsins.

Við stofnuðum SIV eignastýringu á síðasta ári, sem við höfum miklar væntingar til, og erum í viðræðum við Fossa Fjárfestingarbanka um sameiningu félaganna. Þessi útvíkkun á starfsemi VÍS endurspeglar þá þróun sem hefur átt sér stað víða í Evrópu þar sem tryggingafélög hafa boðið upp á fjölbreyttari trygginga- og fjármálaþjónustu. Við viljum hugsa til framtíðar og tryggja að félagið þróist í takt við samfélagið.

Stefán Héðinn Stefánsson

Stjórnarformaður

VÍS á markaði

Heildarvelta með bréf félagins í Kauphöllinni var rúmir 33 milljarðar og dróst saman um 22% milli ára. Dagleg meðalvelta var um 133 milljónir króna og dróst saman um 22% milli ára. Fjöldi viðskipta jókst um 8% milli ára. Gengi bréfa félagsins í upphafi árs var 20,4 og lok árs 16,9 — og lækkaði því um 17,2% á síðasta ári.

Markaðsvirði félagsins var 30 milljarðar í lok árs 2022 en 39 milljarðar árið áður sem þýðir 23% lækkun á árinu 2022 . Útgreiðsla til hluthafa, í formi arðs og endurkaupa, var rúmir fjórir milljarðar á síðasta ári — eða um 11,5% af markaðsvirði félagsins. Hluthafar voru 871 í ársbyrjun og 937 í árslok.

Fimm stærstu hluthafar VÍS

Hluthafar 31. desember 2022Hlutur
Gildi - lífeyrissjóður8,95%
Skel fjárfestingafélag hf.8,91%
Sjávarsýn ehf.7,53%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn7,30%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild7,17%

Samsetning hluthafa

HluthafarHlutfall
Lífeyrissjóðir50%
Lögaðilar28%
Innlendir sjóðir10%
Einstaklingar5%
Erlendir aðilar3%
Fjármálafyrirtæki2%

Stjórn VÍS

Í stjórn félagsins sitja þau Stefán H. Stefánsson, stjórnarformaður, Marta Guðrún Blöndal, Valdimar Svavarsson, Guðný Hansdóttir og Vilhjálmur Egilsson sem er varaformaður. Varamenn eru þau Sveinn Friðrik Sveinsson og Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir.

Stefán Héðinn Stefánsson

Stjórnarformaður

Nánar

Vilhjálmur Egilsson

Varaformaður

Nánar

Guðný Hansdóttir

Stjórnarmaður

Nánar

Marta Guðrún Blöndal

Stjórnarmaður

Nánar

Valdimar Svavarsson

Stjórnarmaður

Nánar

Sveinn Friðrik Sveinsson

Varamaður

Nánar

Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir

Varamaður

Nánar

Meira áhugavert efni

Árið 2022

Árið 2022 var árið þar sem við settum alla áherslu á að vera í auknum samskiptum við viðskiptavini okkar til þess að tryggja rétta og viðeigandi vernd þeirra.

Lesa meira

Starfsemin

Við unnum ýmsa sigra á árinu 2022. Við þróuðum nýtt vildarkerfi, nýtt app, lögðum aukna áherslu á að bæta upplifun viðskiptavina okkar, héldum stærstu forvarnaráðstefnu hér landi og stafræn vegferð var á fullri ferð.

Lesa meira

Sjálfbærni

Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Helstu lykiltölur úr rekstri félagsins árið 2022.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Árið 2022 einkenndist af hækkandi verðbólgu og vöxtum ásamt stríðsátökum handan Atlantshafsins sem hafði áhrif á okkur líkt og aðra, til dæmis með óróa og krefjandi aðstæðum á verðbréfamörkuðum.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Árið 2022 var ár mikilla breytinga hjá VÍS. Á vormánuðum var kynnt nýtt skipulag þar sem lögð var mun meiri áherslu á sókn og upplifun viðskiptavina.

Lesa meira