Hoppa yfir valmynd

Ársskýrsla VÍS

Árið 2020

Ár tækifæra og nýrrar hugsunar

Ávarp forstjóra

Helgi Bjarnason
Forstjóri

Lesa ávarp

Ávarp stjórn­ar­for­manns

Valdimar Svavarsson
Stjórnarformaður

Lesa ávarp

Besti árangur í fjárfestingum frá skráningu

Árangur í fjárfestingum á síðasta ári var sá besti frá skráningu félagsins. Fjárfestingatekjur ársins voru 5,3 ma.kr. eða 14,% nafnávöxtun yfir tímabilið. Skráð hlutabréf skiluðu rúmlega 35% ávöxtun á árinu.

Erlend skuldabréf skiluðu góðri afkomu á fjórða ársfjórðungi, sem og á árinu í heild, en erlendar fjárfestingar telja nú um 10% af heildarsafni félagsins. Þess ber að geta að þær eru gengisvarðar að fullu. Fjárfestingaeignir í lok ársins námu 41 ma.kr. Um 37% af safninu eru í hlutabréfum og þar af 27% í skráðum innlendum hlutabréfum.

Fjárfestingatekjur

5.284
milljónir króna

Stærð eignasafns

41.103
milljónir króna

Hagnaður ársins

1.798
milljónir króna

Arðsemi eigin fjár

%

Árangurinn í fjárfestingum á síðasta ári var sá besti frá skráningu félagsins. Fjárfestingatekjur ársins voru 5,3 milljarðar króna eða 14% nafnávöxtun yfir tímabilið.

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður sem sköpuðust á síðasta ári vegna faraldursins þá gekk starfsemin vonum framar. Ég er stoltur af starfsmönnum VÍS sem sýndu og sönnuðu hvað í þeim býr. Þetta er samhentur hópur öflugra starfsmanna ─ með skýr markmið.

Helgi Bjarnason

Forstjóri

VÍS á markaði

Heildarvelta með bréf félagsins í Kauphöllinni jókst um 135% á árinu 2020. Dagleg meðalvelta jókst um 133% og fjöldi viðskipta jókst um 111%. Gengi bréfa félagsins í upphafi árs var 10,8 og lok árs 14,4 - og hækkaði því um 33% á síðasta ári. Stjórn félagsins hefur samþykkt endurkaupaáætlun að fjárhæð allt að 500 milljónir króna, með fyrirvara um samþykki Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands.

Stjórn félagsins mun á aðalfundi 2021 leggja til að félagið greiði hluthöfum arð sem nemur kr. 0,85 á hlut fyrir árið 2020, eða um 1.610 milljónum króna eða um 90% af hagnaði ársins eftir skatta. Á árinu 2020 var engin arðgreiðsla til hluthafa.

Fimm stærstu hluthafar VÍS

Hluthafar 31. desember 2020Hlutur
Lífeyrissjóður verslunarmanna9,43%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn9,03%
Gildi - lífeyrissjóður7,99%
Sjávarsýn6,86%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild6,62%

Samsetning hluthafa

HluthafarHlutfall
Lífeyrissjóðir58,0%
Lögaðilar14,8%
Innlendir sjóðir13,2%
Einstaklingar7,9%
Bankar6,2%

Ökuvísir keyrir upp gleðina

Nýtt app sem veit hvað þú ert góður ökumaður og þess vegna getur það lækkað verðið á tryggingunum.

Lesa meira um Ökuvísi.

Tryggðu hag þeirra sem treysta á þig

VÍS hóf samstarf við góðgerðarfélög á árinu sem felst í því að viðskiptavinir félagsins geta styrkt góð málefni þegar þeir kaupa líf- og sjúkdómatryggingar á netinu.

Stafrænir sigrar

Sú stafræna umbylting sem hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum þremur árum gerði það að verkum að VÍS gat brugðist hratt við breyttu landslagi vegna kórónuveirufaraldursins. Segja má að faraldurinn hafi verið prófsteinn á stafræna þróun víða í samfélaginu ─ og þar var VÍS engin undantekning.

Þjónustan var færð alfarið á netið um miðjan marsmánuð og viðskiptavinir félagsins brugðust vel við þeirri breytingu. Þeir nýttu sér óhikað stafrænar lausnir félagsins. Mánaðarlegar innskráningar á vis.is hafa þ.á.m. aukist um nær 400% frá því að stafræn vegferð félagsins hófst fyrir um þremur árum. Þess ber að geta að innskráningar á vis.is jukust um tæp 90% á síðasta ári. Þá var einnig sett met í hlutfalli rafrænna tjónstilkynninga en um 60% allra tjóna eru nú tilkynnt rafrænt.

Þess má geta að ný heimasíða félagsins leit dagsins ljós á síðasta ári, en þar var allt kapp lagt á að útskýra tryggingar á mannamáli og veita góð ráð um forvarnir ─ sem stuðla að því að viðskiptavinir félagsins lendi sjaldnar í tjóni.

Þrátt fyrir ýmsar áskoranir sem fylgdu alheimsfaraldrinum þá fékk félagið góðan byr í seglin í átt að framtíðarsýninni; að vera stafrænt þjónustufyrirtæki.

Þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir vegna alheimsfaraldursins, þá flýtti hann fyrir stafrænni þróun víða í samfélaginu. Einnig hjá okkur þar sem við sjáum mikla aukningu á nýtingu stafrænna lausna. Síðustu ár höfum við unnið að stórum umbreytingarverkefnum.

Þetta ár var engin undantekning og kynnum við nú Ökuvísi með stolti. Þetta er ný leið í tryggingum hér á landi þar sem markmiðið er að fækka bílslysum, samfélaginu til heilla. Við höfum fulla trú á að Ökuvísir falli í góðan jarðveg hjá Íslendingum.

Guðný Helga Herbertsdóttir

Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar

Meira áhugavert efni

Ár tækifæra og nýrrar hugsunar

Árið 2020 var eftirminnilegt ár. Ekki síst vegna alheimsfaraldursins sem skók heimsbyggðina. Bregðast þurfti hratt við þessum nýja raunveruleika og starfsmenn VÍS unnu heiman frá sér meira og minna frá marsmánuði.

Þetta var líka ár nýrrar hugsunar og nýrra tækifæra. Ökuvísir, sem er byltingarkennd nýjung hjá VÍS, var unninn og þróaður á árinu 2020.

Lesa meira

Starfsemin

VÍS er stærsta tryggingafélag landsins og á djúpar rætur í íslensku samfélagi. VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á hér á landi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með liðlega þriðjungs hlutdeild.

Félagið býður víðtæka vátryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á góða ráðgjöf, skilvirkni, sveigjanleika og framúrskarandi þjónustu.

Lesa meira

Sjálfbærni

Við leggjum áherslu á að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi félagsins í lágmarki og stuðla að því að umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi í tengslum við alla starfsemi félagsins.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2020 var 1.798 milljónir króna. Samsett hlutfall ársins var 109,8%. Fjárfestingatekjur ársins voru 5.284 milljónir króna ─ en árangur í fjárfestingum á síðasta ári var sá besti frá skráningu félagsins. Arðsemi eigin fjár var jákvæð um 12,0%

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Þakklæti er mér efst í huga þegar ég lít yfir árið 2020. Þetta var skrýtið ár með miklum áskorunum. Alheimsfaraldurinn, sem skók alla heimsbyggðina, hafði veruleg áhrif á samfélagið okkar. Við þurftum að aðlaga okkur hratt og vel að nýjum raunveruleika. Þá kom styrkur félagins bersýnilega í ljós.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Árið 2020 er eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna alheimsfaraldursins sem hafði víðtækar afleiðingar á samfélagið okkar. Ný hugsun einkenndi árið að svo mörgu leyti. Ekki síst vegna þess að við fengum rými til þess að staldra við og velta fyrir okkur hverju viljum við áorka og hverju þurfum við að breyta ─ og af hverju?

Lesa meira
VÍS
Ársskýrsla 2020
Ársskýrsla 2020
,