Hoppa yfir valmynd

Ársskýrsla og sjálfbærniuppgjör VÍS

Árið 2021

Ár nýsköpunar

Ávarp forstjóra

Helgi Bjarnason
Forstjóri

Lesa ávarp

Ávarp stjórn­ar­for­manns

Stefán Héðinn Stefánsson
Stjórnarformaður

Lesa ávarp

Fjárfestingar

— besti árangur frá skráningu

Árangur í fjárfestingum á síðasta ári var sá allra besti frá skráningu félagsins. Fjárfestingatekjur ársins 2021 námu 8,3 milljörðum króna eða 18,7% nafnávöxtun — en þess má geta að árið 2020 var áður besta ár félagsins í fjárfestingum með 5,1 milljarð króna í fjárfestingatekjur og 14,0% nafnávöxtun.

Stærstur hluti fjárfestingatekna ársins kom frá virðishækkunum hlutabréfa. Skráð hlutabréf hækkuðu um 5,0 milljarða króna, sem jafngildir 53,4% nafnávöxtun — en til samanburðar hækkaði OMXIGI hlutabréfavísitalan um 42,1% á árinu. Óskráð hlutabréf hækkuðu einnig talsvert á árinu eða um 1,8 milljarð króna og jafngildir það nafnávöxtun upp á 47,3%. Óskráð hlutabréfasafn félagsins hefur tekið miklum breytingum undanfarin ár með fjárfestingum í fyrirtækjum á borð við Controlant, Kerecis, Bláa lóninu og Coripharma sem hefur skilað sér í góðri ávöxtun á árinu 2021.

Fjárfestingatekjur skuldabréfa voru öllu minni en þar töldu önnur skuldabréf mest með rúma 0,6 milljarð króna, sem er 5% hækkun, en aðrir flokkar skiluðu minna.

VÍS var fyrsta tryggingafélagið á Íslandi til þess að verða aðili að UN-PRI á síðasta ári, reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar. Í gegnum eignasafn sitt hefur félagið mikil áhrif. Með því að taka tillit til sjálfbærniþátta í fjárfestingum lágmarkar félagið áhættu tengda sjálfbærnimálum — á sama tíma og það virkjar önnur félög til betri starfshátta.

Fjárfestingatekjur

8.259
milljónir króna

Stærð eignasafns

45.627
milljónir króna

Þrátt fyrir krefjandi tíma vegna heimsfaraldursins var þróunin á eignamörkuðum verulega hagstæð. Annað árið í röð er árangurinn í fjárfestingum góður.

Á síðasta ári var árangurinn sá allra besti frá skráningu félagsins.

Arnór Gunnarsson

Forstöðumaður fjárfestinga

VÍS á markaði

Heildarvelta með bréf félagins í Kauphöllinni var tæpir 43 milljarðar og jókst lítillega milli ára — eða um 2,2%. Dagleg meðalvelta var um 171 milljón króna og jókst um 1,8% milli ára. Fjöldi viðskipta jókst um 1,4%. Gengi bréfa félagsins í upphafi árs var 14,4 og lok árs 20,4.  Markaðsvirði félagsins jókst því um 42% á árinu 2021 — það fór úr 27 milljörðum árið 2020 í 39 milljarða á árinu 2021.

Á síðasta ári var greiddur 1,6 milljarður króna arðgreiðsla til hluthafa, auk þess sem félagið keypti 144.462.192 eigin hluti með framkvæmd endurkaupaáætlana. Hluthafar voru 709 í ársbyrjun og 871 í árslok.

Fimm stærstu hluthafar VÍS

Hluthafar 31. desember 2021Hlutur
Lífeyrissjóður verslunarmanna8,38%
Gildi - lífeyrissjóður7,73%
Vátryggingafélag Íslands hf.7,63%
Frjálsi lífeyrissjóðurinn7,48%
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild6,84%

Samsetning hluthafa

HluthafarHlutfall
Lífeyrissjóðir50,8%
Lögaðilar13,6%
Innlendir sjóðir14,6%
Einstaklingar6,9%
Bankar5,7%

Meira áhugavert efni

Ár nýsköpunar

Við færðumst nær framtíðarsýninni að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækki tjónum.

Lesa meira

Starfsemin

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með um þriðjungs hlutdeild.

Lesa meira

Sjálfbærni

Sjálfbærni skiptir okkur öllu máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2021 var 7,7 milljarðar — en var 1,8 milljarðar árið á undan. Undirliggjandi tryggingarekstur ársins var góður meðal annars vegna áhrifa af alheimsfaraldrinum. Samsett hlutfall ársins var 97,1% borið saman við 109,8% árið á undan. Arðsemi eigin fjár var 40,9% — en var 12% árið 2020.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Metár var í afkomu Vátryggingafélags Íslands hf. en hagnaður félagsins nam 7.684 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár félagsins yfir 40%.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Þrátt fyrir að árið 2021 hafi verið sérstakt ár og kórónuveirufaraldurinn hafi haldið áfram að setja sitt mark á samfélagið var það gott ár í starfsemi VÍS.

Lesa meira

Stafræn þróun

Stafræn þróun var á fullri ferð á árinu 2021. Við unnum þrekvirki með Ökuvísi, umbyltum kaupferli líf-og sjúkdómatrygginga, sýndum fram á að öryggisvörur gætu verið smart og ættu að vera sýnilegar.

Lesa meira

Kjarnastarfsemi

Rými skapaðist til þess að endurmeta lykilferla og mælikvarða félagsins. Við tókum því meðal annars upp stefnumiðaða stjórnun (e. OKR) — sem hefur skerpt okkur og samstillt.

Lesa meira

Þjónusta

Við lögðum allt kapp á að bæta upplifun viðskiptavina okkar á síðasta ári. Við innleiddum CRM kerfi til þess að halda vel utan um samskiptin við viðskiptavini okkar.

Lesa meira

Mannauður

Þrátt fyrir krefjandi ár þá hélst starfsandinn góður yfir árið — af því erum við stolt. Við erum á stafrænni vegferð og það kallar á breytta samsetningu starfsmannahópsins.

Lesa meira
VÍS