Hoppa yfir valmynd

Starf­semin

Skagi er móðurfélag VÍS, Fossa og SIV og stefnir á arðbæran vöxt á sviði tryggingastarfsemi, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar.

Hlutverk Skaga er að styðja dótturfélögin með hagræði, krosssölu og viðskiptaþróun að leiðarljósi. Framtíðarskipulag samstæðu býður upp á samkeppnisforskot til framtíðar, skýrari afmörkun á áhættu og skýrari ráðstöfun fjármagns til þess að hámarka arðsemi hluthafa.

Athygli er vakin á því að lögheiti félagsins er Vátryggingafélag Íslands hf. Tillaga um nafnabreytingu í Skagi hf. verður lögð fram á aðalfundi félagsins þann 21. mars 2024.

Framkvæmdastjórn Skaga

Í framkvæmdastjórn sitja Haraldur Þórðarson, forstjóri Skaga, Brynjar Þór Hreinsson, fjármálastjóri Skaga, Sigrún Helga Jóhannsdóttir, yfirlögfræðingur Skaga, Birgir Örn Arnarson, framkvæmdastóri áhættustýringar Skaga ásamt Guðnýju Helgu Herbertsdóttur, forstjóra VÍS trygginga, Steingrími Arnari Finnssyni forstjóra Fossa fjárfestingarbanka og Arnóri Gunnarssyni, framkvæmdastjóra SIV eignastýringar.

Haraldur I. Þórðarson

Forstjóri

Brynjar Þór Hreinsson

Fjármálastjóri

Guðný Helga Herbertsdóttir

Forstjóri VÍS

Steingrímur Arnar Finnsson

Forstjóri Fossa

Arnór Gunnarsson

Framkvæmdastjóri SIV eignastýringar

Sigrún Helga Jóhannsdóttir

Yfirlögfræðingur

Birgir Örn Arnarson

Áhættustýring

VÍS

VÍS er eitt stærsta tryggingafélag landsins og á djúpar rætur í íslensku samfélagi. Félagið var formlega stofnað þegar Samvinnutryggingar og Brunabótafélag Íslands sameinuðust árið 1989 — en Brunabótafélagið rekur sögu sína allt aftur til ársins 1917. VÍS býður víðtæka tryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á viðeigandi ráðgjöf, skilvirkni, sveigjanleika og góða þjónustu. Meginstarfsemi VÍS er á sviði skaðatrygginga. Helstu tegundir eru eignatryggingar, sjó- og farmtryggingar, lögboðnar og frjálsar ökutækjatryggingar, ábyrgðartryggingar og slysatryggingar.

Líf- og sjúkdómatryggingar

VÍS á og rekur Líftryggingafélag Íslands, Lífís, sem býður upp á persónutryggingar á borð við líf- og sjúkdómatryggingar auk barnatrygginga.

Framkvæmdastjóri Lífís er Ólafur Njáll Sigurðsson. Í stjórn sitja þau Guðný Helga Herbertsdóttir, Margrét Bjarnadóttir og Valdimar Svavarsson. Varamenn eru þau Marta Guðrún Blöndal og Valtýr Guðmundsson.

Traust bakland í óvissu lífsins

Hlutverk VÍS trygginga sem tryggingafélag er að vera traust bakland í óvissu lífsins. Markmiðið er að hjálpa viðskiptavinum sínum að velja viðeigandi tryggingavernd svo þeir séu betur undirbúnir fyrir lífsins ólgusjó. VÍS tryggingar greiddi viðskiptavinum sínum 19,7 milljarða í tjónabætur á síðasta ári. Þetta voru 37.000 tjón.

Fossar fjárfestingarbanki

Fossar eru alhliða fjárfestingarbanki sem þjónustar innlenda og erlenda fjárfesta með áherslu á markaðsviðskipti, fyrirtækjaráðgjöf og eignastýringu. Bankinn var stofnaður árið 2015.

  • Starfsmenn Fossa eru reyndir sérfræðingar með viðamikla reynslu á innlendum og erlendum fjármálamörkuðum
  • Fossar eru aðili að kauphöllum Nasdaq á Íslandi, í Stokkhólmi og í Kaupmannahöfn og hafa jafnframt aðgang að alþjóðlegum mörkuðum í gegnum samstarfsaðila
  • Bankinn er í fararbroddi þegar kemur að tengingu íslensks atvinnulífs við alþjóðlegt fjárfestingarumhverfi
  • Fossar hafa verið með afgerandi hlutdeild í veltu á hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði
  • Leiðandi í viðskiptum erlendra aðila á innlendum markaði á undanförnum árum
  • Ráðgjafar í nýskráningum fyrirtækja í Kauphöll og miðlað blokkarviðskiptum í kjölfarið
  • Leiðandi í frumútgáfum á fyrirtækjaskuldabréfamarkaði og beinum lánveitingum frá erlendum aðilum
  • Brautryðjendur í sjálfbærri fjármögnun innlendra fyrirtækja og sveitarfélaga

SIV eignastýring

SIV býður upp á fjölbreytt úrval sjóða fyrir almenning og fagfjárfesta auk eignastýringar fyrir fagfjárfesta Starfsfólk hjá SIV eignastýringu hefur yfirgripsmikla þekkingu og reynslu af fjármálamörkuðum. Markmiðið er góð ávöxtun og langtímaárangur.

  • SIV eignastýring var stofnað árið 2022 og hlaut starfsleyfi ári síðar.
  • Í lok árs 2023 voru eignir í stýringu Fossa og SIV um 117 milljarðar króna.
  • SIV er nú með tíu sjóði í stýringu.

Verkefni okkar er nú að láta verkin tala og sýna framgang í átt að okkar markmiðum. Nýtt afl á fjármálamarkaði er tilbúið til sóknar.

Haraldur I. Þórðarson

Forstjóri

Meira áhugavert efni

Árið 2023

Árið 2023 var ár mikilla breytinga hjá félaginu. SIV eignastýring fékk starfsleyfi og sameining VÍS og Fossa átti sér stað.

Lesa meira

Sjálfbærni

Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Helstu lykiltölur úr rekstri félagsins árið 2023.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Síðasta ár var viðburðaríkt þar sem ný samstæða varð til með sameiningu VÍS og Fossa. SIV eignastýring hlaut jafnframt starfsleyfi á árinu og hóf starfsemi.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Síðasta ár var viðburðarríkt í sögu félagsins. Við lögðum grunninn að öflugri samstæðu með víðtækar starfsheimildir — og tókum markviss skref í átt að framtíðarsýn félagsins.

Lesa meira