Hoppa yfir valmynd

Árið 2023

Árið 2023 var ár mikilla breytinga hjá félaginu.

SIV eignastýring fékk starfsleyfi og sameining VÍS og Fossa átti sér stað. VÍS hækkaði í Íslensku ánægjuvoginni og var hæst tryggingafélaga í UFS-mati Reitunar. Þetta var frábært ár.

Helstu fréttir ársins

febrúar 08.02.2023

Rafeyri hlýtur Forvarna­verð­laun VÍS

Öryggismál og forvarnir voru til umræðu á Forvarnaráðstefnu VÍS 2023 sem fram fór í Hörpu. Yfirskriftin var ,,Hvernig mætum því óvænta — af öryggi.“

Ráðstefnan, sem var fyrst haldin árið 2010, hefur skipað sér sess sem einn fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi. Fjölmennt var á ráðstefnunni en á þriðja hundrað hlýddi á erindi sérfræðinga og stjórnenda sem deildu reynslu sinni af forvörnum og öryggismálum.

febrúar 15.02.2023

Viðræður um samein­ingu VÍS og Fossa fjár­fest­ing­ar­banka

Vátryggingafélag Íslands (VÍS) og hluthafar Fossa fjárfestingarbanka hafa ákveðið að hefja viðræður um kaup VÍS á öllu hlutafé í Fossum fjárfestingarbanka á grundvelli viljayfirlýsingar um sameiningu félaganna.

febrúar 24.02.2023

Guðný Helga ráðin forstjóri

Gengið hefur verið frá ráðningu Guðnýjar Helgu Herbertsdóttur í starf forstjóra VÍS — en hún hefur verið starfandi forstjóri síðan 10. janúar sl.

mars 10.03.2023

Ársskýrsla VÍS 2023

Ársskýrsla VÍS fyrir árið 2022 er komin út. Ársskýrslan inniheldur einnig sjálfbærniuppgjör ársins.

mars 14.03.2023

Aðal­fundur VÍS

Aðalfundur VÍS verður haldinn fimmtudaginn 16. mars kl. 16:00.

mars 16.03.2023

Niður­staða aðal­fundar

Aðalfundur VÍS var haldinn í höfuðstöðvum félagsins að Ármúla 3, 108 Reykjavík, fimmtudaginn 16. mars 2023. Auk þess var gefinn kostur á rafrænni þátttöku á fundinum.

mars 17.03.2023

Úthlutað úr Nýsköp­un­ar­sjóði VÍS

Fjölmargar umsóknir bárust Nýsköpunarsjóði okkar fyrir árið 2023 en úthlutað var úr sjóðnum 16. mars. Öllum umsækjendum hefur verið svarað en eftirfarandi verkefni fengu styrk.

apríl 28.04.2023

Ekki skúta upp á bak

Við kynntum með stolti nýtt átak í samstarfi við Samgöngustofu til að sporna við farsímafitli, gáleysi og öðru óæskilegu á rafskútunni.

maí 04.05.2023

Nýtt skipurit og fram­kvæmda­stjórn

Undanfarin misseri hefur rík áhersla verið á sókn hjá félaginu. Markmiðið er að veita framúrskarandi þjónustu ásamt því að tryggja arðsemi félagsins.

maí 11.05.2023

Fyrir­mynda­fyr­ir­tæki í fimmta sinn

VÍS er eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR ársins 2023.

júní 04.06.2023

Örygg­is­bún­aður sem bjargar lífi

VÍS gaf Slysavarnaskóla sjómanna tíu flotvinnubúninga.

júní 10.06.2023

Hlut­hafa­fundur

Haldinn var hluthafafundur þann 14. júní.

júní 15.06.2023

Hlut­hafar VÍS samþykkja kaupin á Fossum

Kaup VÍS á Fossum fjárfestingarbanka voru samþykkt með afgerandi niðurstöðu á hluthafafundi VÍS sem haldinn var miðvikudaginn 14. júní.

júlí 07.07.2023

VÍS og Netpartar stytta biðtíma eftir vara­hlutum með umhverf­i­s­vænu samstarfi

VÍS hefur hafið samstarf við Netparta, sem er umhverfisvæn endurvinnsla bifreiða, til þess auka framboð varahluta í bílaviðgerðum.

júlí 12.07.2023

Velkomin á VÍS völlinn

Þórsvöllur verður VÍS völlurinn

ágúst 02.08.2023

Brynjar Þór nýr fjár­mála­stjóri sameinaðs félags VÍS og Fossa

Brynjar Þór Hreinsson hefur verið ráðinn fjármálastjóri sameinaðs félags VÍS og Fossa.

ágúst 09.08.2023

Birgir Örn mun leiða mótun áhættu­stýr­ingar í sameinuðu félagi VÍS og Fossa

Birgir Örn Arnarson hefur verið ráðinn til að stýra áhættustýringu VÍS og leiða mótun áhættustýringar í hinu sameinaða félagi VÍS og Fossa.

ágúst 23.08.2023

VÍS hlýtur viður­kenn­ingu fyrir góða stjórn­ar­hætti

Nýlega hlaut VÍS viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og um leið nafnbótina Fyrirmyndar­fyrir­tæki í góðum stjórnarháttum.

ágúst 25.08.2023

Hildur Björk nýr forstöðu­maður mark­aðs­mála og upplif­unar hjá VÍS

Hildur Björk Hafsteinsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður markaðsmála og upplifunar hjá VÍS.

nóvember 08.11.2023

Aukin þjón­usta VÍS í Grindavík

Við tókum vel á móti viðskiptavinum okkar í sal Verkalýðsfélags Grindavíkur dagana 8.-10. nóvember.

nóvember 16.11.2023

Viðskipta­vinir VÍS í Grindavík fá trygg­ingar endur­greiddar

Einstaklingar og fyrirtæki fá fasteigna- og heimilistryggingar endurgreiddar fyrir fjóra mánuði.

Meira áhugavert efni

Starfsemin

Skagi er móðurfélag VÍS, Fossa og SIV og stefnir á arðbæran vöxt á sviði tryggingastarfsemi, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar.

Lesa meira

Sjálfbærni

Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Helstu lykiltölur úr rekstri félagsins árið 2023.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Síðasta ár var viðburðaríkt þar sem ný samstæða varð til með sameiningu VÍS og Fossa. SIV eignastýring hlaut jafnframt starfsleyfi á árinu og hóf starfsemi.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Síðasta ár var viðburðarríkt í sögu félagsins. Við lögðum grunninn að öflugri samstæðu með víðtækar starfsheimildir — og tókum markviss skref í átt að framtíðarsýn félagsins.

Lesa meira