Hoppa yfir valmynd

Stjórn

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason

Fæðingarár: 1982

Menntun: Meistaragráða og B.A. gráða í lögfræði frá Háskólanum í Reykjavík og lögmannsréttindi

Aðalstarf: Forstjóri Skel fjárfestingafélags hf.

Starfsreynsla: Aðstoðarbankastjóri og framkvæmdastjóri fyrirtækja- og fjárfestingarbankasviði Arion banka hf. á árunum 2019-2022. Framkvæmdastjóri fyrirtækjasviðs Kviku banka hf. á árunum 2015-2019 og í framkvæmdahópi um losun fjármagnshafta sem skilaði af sér samkomulagi um stöðugleika árið 2015. Yfirlögfræðingur MP banka hf. á árunum 2012-2015. Lögmaður hjá LOGOS lögmannsþjónustu í Reykjavík og Lundúnum á árunum 2009-2012 og hjá Straumi fjárfestingarbanka hf. á árunum 2004-2009.

Önnur stjórnarseta: Kaldalón hf. (stjórnarformaður), Skel 1 ehf. (stjórnarmaður), Öxl fasteignir ehf. (stjórnarmaður), Orkan IS ehf. (stjórnarformaður), Gallon ehf. (stjórnarformaður) Skeljungur ehf. (stjórnarformaður) Klettur - sala og þjónusta ehf. (stjórnarmaður)

Hlutafjáreign í VÍS og óhæði: Ásgeir er óháður félaginu og daglegum stjórnendum þess, en er háður Skel fjárfestingafélagi sem er eigandi 156.956.533 hluta útgefnum af VÍS.