Hoppa yfir valmynd

Sterkari sem aldrei fyrr

Árið 2023 var sögulegt ár í starfsemi Fossa fjárfestingarbanka. Sameiningin við VÍS styrkti bankann verulega á síðasta ári. Ytra umhverfi var ekki hagfellt þar sem stýrivaxtahækkanir lituðu árið, annað árið í röð. Við nýttum tækifærið og brýndum okkur fyrir betri tíma og lögðum áherslu á að safna saman úrvalsliði. Það urðu svo vatnaskil í rekstri bankans þegar sameiningin var frágengin í byrjun október. Fjármögnunarkostnaður lækkaði í takt við væntingar okkar.

Steingrímur Arnar Finnsson, forstjóri Fossa fjárfestingarbanka

Aukið eigið fé, sem kom frá nýjum eigendum bankans, veitti bankanum byr undir báða vængi og reyndist sérstaklega hagfellt fyrir eigin viðskipti bankans. Aðstæður á markaði urðu einnig betri undir lok árs og náði bankinn að veita kröftuga viðspyrnu, líkt og kemur fram í rekstrarniðurstöðu á fjórða ársfjórðungi. Rekstur Fossa með nýjum tekjusviðum bankans hefur skilað auknum tekjum og gefur góð fyrirheit fyrir framhaldið. Rekstrarniðurstaða af fjármálastarfsemi á fjórða ársfjórðungi er tap upp á fjórar milljónir króna eftir skatta. Nýtt ár byrjar af miklum krafti.

Bankinn flutti í nýjar höfuðstöðvar í Ármúla og er nú er öll samstæðan undir sama þaki. Þetta hefur reynst mikið heillaskref og haft frábær áhrif á starfsemina, og ekki síst starfsfólkið. Að sama skapi beindum við sjónum á að styrkja innviði bankans á síðasta ári. Ný framkvæmdastjórn bankans tók einnig til starfa og við erum með framúrskarandi hóp starfsfólks. Við hlökkum því til komandi tíma með nýjum tækifærum og áskorunum. Við ætlum að grípa tækifærin, nú sterkari sem aldrei fyrr.

Steingrímur Arnar Finnsson
Forstjóri Fossa fjárfestingarbanka

Meira áhugavert efni

Árið 2023

Árið 2023 var ár mikilla breytinga hjá félaginu. SIV eignastýring fékk starfsleyfi og sameining VÍS og Fossa átti sér stað.

Lesa meira

Starfsemin

Skagi er móðurfélag VÍS, Fossa og SIV og stefnir á arðbæran vöxt á sviði tryggingastarfsemi, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar.

Lesa meira

Sjálfbærni

Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Helstu lykiltölur úr rekstri félagsins árið 2023.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Síðasta ár var viðburðarríkt í sögu félagsins. Við lögðum grunninn að öflugri samstæðu með víðtækar starfsheimildir — og tókum markviss skref í átt að framtíðarsýn félagsins.

Lesa meira