Hoppa yfir valmynd

Ársskýrsla og sjálfbærni­uppgjör Vátryggingafélags Íslands 2023

Árið 2023

Sameining til sóknar

Markmið stjórnar Vátryggingafélags Íslands hefur verið að gera félagið að enn vænlegri fjárfestingakosti á markaði með skýra sýn á vöxt, þróun og fjármagnsskipan. Eignastýringafélagið SIV, sem var stofnað í lok árs 2022, fékk starfsleyfi um mitt ár 2023. Þetta var hluti af stefnumörkun stjórnar — og fyrsta skrefið í að víkka út starfsemi félagsins á fjármálamarkaði. Með sameiningu VÍS og Fossa á síðasta ári varð svo til framsækið og öflugt fyrirtæki á fjármálamarkaði með víðtækar starfsheimildir. Saman mynda þessi félög sterka heild þar sem áherslan er lögð á framúrskarandi þjónustu og traust langtímasamband við viðskiptavini. Skagi er nýtt afl á fjármálamarkaði.

Athygli er vakin á því að lögheiti félagsins er Vátryggingafélag Íslands hf. Tillaga um nafnabreytingu í Skagi hf. verður lögð fram á aðalfundi félagsins þann 21. mars 2024.

Ávarp forstjóra

Haraldur I. Þórðarson

Lesa ávarp

Ávarp stjórn­ar­for­manns

Stefán Héðinn Stefánsson

Lesa ávarp

Dótturfélög

Í samstæðunni eru þrjú sjálfstæð dótturfélög; VÍS tryggingar, Fossar fjárfestingarbanki og SIV eignastýring.

Lögð er áhersla á framúrskarandi þjónustu og traust langtímasamband við viðskiptavini. Enn fremur er samstæðan í fararbroddi þegar kemur að tengingu íslensks atvinnulífs við alþjóðlegt fjárfestingarumhverfi.

Ár viðsnúnings

Guðný Helga Herbertsdóttir, forstjóri VÍS

Nánar

Sterkari sem aldrei fyrr

Steingrímur Arnar Finnsson, forstjóri Fossa

Nánar

Yfirgripsmikil reynsla af fjármálamörkuðum

Arnór Gunnarsson, framkvæmdastjóri SIV eignastýringar

Nánar

Vátryggingafélag Íslands á markaði

Heildarvelta á markaði dróst almennt saman á síðasta ári og var velta með bréf VÍS þar ekki undanskilin. Heildarvelta með bréf félagins í Kauphöllinni voru tæpir 22 milljarðar og dróst saman um 34% milli ára. Dagleg meðalvelta var um 87,6 milljónir króna og dróst saman um 34% milli ára. Fjöldi viðskipta voru 1.905 talsins á síðasta ári. Gengi bréfa félagsins í upphafi árs var 16,9 og lok árs 17,1 — og hækkaði því um eitt prósent á síðasta ári. Markaðsvirði félagsins var 32,6 milljarðar í lok árs 2023 en 29,6 milljarðar árið áður og hækkaði því um 10% á síðasta ári.

Á síðasta ári var greiddur arður að fjárhæð 951 milljón króna, en að teknu tilliti til eigin bréfa voru 939 milljónir króna greiddar til hluthafa. Hluthafar voru 934 í ársbyrjun og 913 í árslok 2023.

Tíu stærstu hluthafar Vátryggingafélags Íslands

Hluthafar 31. desember 2023HluturFjöldi hluta
Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild8,55%162.950.000
Skel fjárfestingafélag hf.8,23%156.956.533
Gildi - lífeyrissjóður8,21%156.587.657
Sjávarsýn ehf.8,03%153.185.000
Frjálsi lífeyrissjóðurinn7,97%152.001.736
Lífeyrissjóður verzlunarmanna5,96%113.723.596
Klettar fjárfestingar ehf.4,82%91.851.004
Stapi lífeyrissjóður4,19%79.953.997
Birta lífeyrissjóður3,30%62.910.293
Arion banki2,96%56.298.178

Stjórn Vátryggingafélags Íslands

Í stjórn félagsins sitja þau Stefán H. Stefánsson, stjórnarformaður, Vilhjálmur Egilsson, varaformaður, Guðný Hansdóttir, Marta Guðrún Blöndal og Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason. Varamenn eru þau Sveinn Friðrik Sveinsson og Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir.

Stefán Héðinn Stefánsson

Stjórnarformaður

Nánar

Vilhjálmur Egilsson

Varaformaður

Nánar

Guðný Hansdóttir

Stjórnarmaður

Nánar

Marta Guðrún Blöndal

Stjórnarmaður

Nánar

Ásgeir Helgi Reykfjörð Gylfason

Stjórnarmaður

Nánar

Sveinn Friðrik Sveinsson

Varamaður

Nánar

Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir

Varamaður

Nánar

Meira áhugavert efni

Árið 2023

Árið 2023 var ár mikilla breytinga hjá félaginu. SIV eignastýring fékk starfsleyfi og sameining VÍS og Fossa átti sér stað.

Lesa meira

Starfsemin

Skagi er móðurfélag VÍS, Fossa og SIV og stefnir á arðbæran vöxt á sviði tryggingastarfsemi, fjárfestingarbankastarfsemi og eignastýringar.

Lesa meira

Sjálfbærni

Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Helstu lykiltölur úr rekstri félagsins árið 2023.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Síðasta ár var viðburðarríkt í sögu félagsins. Við lögðum grunninn að öflugri samstæðu með víðtækar starfsheimildir — og tókum markviss skref í átt að framtíðarsýn félagsins.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Síðasta ár var viðburðaríkt þar sem ný samstæða varð til með sameiningu VÍS og Fossa. SIV eignastýring hlaut jafnframt starfsleyfi á árinu og hóf starfsemi.

Lesa meira