Starfsemin
VÍS er eitt stærsta tryggingafélag landsins og á djúpar rætur í íslensku samfélagi. Félagið var formlega stofnað þegar Samvinnutryggingar og Brunabótafélags Íslands sameinuðust árið 1989 — en Brunabótafélagið rekur sögu sína allt aftur til ársins 1917.
VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með um þriðjungs hlutdeild.VÍS býður víðtæka vátryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á viðeigandi ráðgjöf, skilvirkni, sveigjanleika og góða þjónustu. Meginstarfsemi VÍS er á sviði skaðatrygginga. Helstu tegundir eru eignatryggingar, sjó- og farmtryggingar, lögboðnar og frjálsar ökutækjatryggingar, ábyrgðartryggingar og slysatryggingar.
VÍS á og rekur Líftryggingafélag Íslands, Lífís, sem býður upp á persónutryggingar á borð við líf- og sjúkdómatryggingar auk barnatrygginga. Framkvæmdastjóri Lífís er Guðný Helga Herbertsdóttir.
Í stjórn sitja þau Helgi Bjarnason, Margrét Bjarnadóttir og Óskar Hafnfjörð Auðunsson. Varamenn eru þau Marta Guðrún Blöndal og Valtýr Guðmundsson.
Stjórn VÍS
Í stjórn félagsins sitja þau Stefán H. Stefánsson, stjórnarformaður, Marta Guðrún Blöndal, Valdimar Svavarsson, Guðný Hansdóttir og Vilhjálmur Egilsson sem er varaformaður.
Varamenn eru þau Sveinn Friðrik Sveinsson og Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir.
Sjá skipurit.
Framkvæmdastjórn VÍS
Framkvæmdastjórn VÍS samanstendur af forstjóra, framkvæmdastjóra stafrænnar þróunar, kjarnastarfsemi og þjónustu auk mannauðsstjóra. Sjá skipurit.
Við erum traust bakland í óvissu lífsins
Hlutverk okkar sem tryggingafélag er að vera traust bakland í óvissu lífsins. Við viljum hjálpa viðskiptavinum okkar að velja viðeigandi tryggingavernd. Með öflugum forvörnum stuðlum við að því að viðskiptavinir okkar lendi síður í tjónum.