Hoppa yfir valmynd

Jafn­rétti er ákvörðun

Þrátt fyrir krefjandi aðstæður sem sköpuðust vegna alheimsfaraldursins á síðasta ári gekk starfsemin vonum framar.

Látum öryggið passa

Við höfum til margra ára lagt áherslu á að starfsfólk okkar séu gott í að takast á við breytingar og aðlagast. Að við séum „snörp og skörp“ sem þýðir að við erum fljót að tileinka okkur nýjungar, sýnum sveigjanleika og umfram allt hugsum í lausnum. Starfsfólk gerði það svo sannarlega í þessum krefjandi aðstæðum sem meðal annars fólu í sér mikla heimavinnu. Þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir á síðasta ári sýndi vinnustaðagreining, sem Gallup framkvæmdi fyrir okkur, að starfsfólk er mjög ánægt og helgað í starfi. Þetta eru í raun bestu niðurstöður vinnustaðagreiningar frá upphafi mælinga hjá VÍS!

Helgað starfsfólk er virkt, vinnur að ástríðu og leggur sig fram. Því fleira starfsfólk sem er helgað, því jákvæðari áhrif hefur það á vinnustaðnum. Það skilar sér í ánægju viðskiptavina, minni fjarvistum, betri gæðum og afköstum. Mestu áhrifin eru þó að starfsfólk upplifir vellíðan og að það vaxi og dafni þegar helgun er til staðar. Þetta er því ekki bara mjög ánægjuleg niðurstaða, heldur mikilvæg.

Mikilvægir áfangasigrar í jafnréttismálum

Mikilvægir áfangasigrar

Við vorum í hópi þeirra fyrirtækja sem fyrst fengu jafnlaunavottun fyrir fjórum árum eða í lok árs 2017 — og í samræmi við vottunina hefur launamunur verið óverulegur og innan viðmiðunarmarka. Nú höfum við náð þeim mikilvæga áfanga að ekki mælist launamunur hjá okkur. Þetta eru því mikilvæg tímamót. Við leggjum ríka áherslu á jafnrétti — og má geta þess að hlutfall framkvæmdastjóra og forstöðumanna er til helmings konur og karlar.

Við höfum útrýmt launamun kynjanna

Enginn launamunur milli kynjanna hjá félaginu

Mikilvægur áfangasigur í jafnréttismálum náðist á síðasta ári þegar við útrýmdum launamun kynjanna hjá félaginu. Allt frá því að við settum jafnréttismálin á oddinn fyrir tæpum 20 árum hefur hver áfangasigurinn unnist. Þetta er því afrakstur ásetnings um að útrýma launamun milli kynjanna.

Þrátt fyrir krefjandi ár þá hélst starfsandinn góður yfir árið — af því erum við stolt. Við erum á stafrænni vegferð og það kallar á breytta samsetningu starfsmannahópsins. Því hefur hópurinn tekið miklum breytingum á undanförnum árum til þess að endurspegla vegferðina. Við erum einnig stolt af því að hafa náð mikilvægum áfangasigrum í jafnréttismálum félagsins og hafa náð að útrýma launamun kynjanna.

Mannauðsstjóri

Meira áhugavert efni

Ár nýsköpunar

Við færðumst nær framtíðarsýninni að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækki tjónum.

Lesa meira

Starfsemin

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með um þriðjungs hlutdeild.

Lesa meira

Sjálfbærni

Sjálfbærni skiptir okkur öllu máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2021 var 7,7 milljarðar — en var 1,8 milljarðar árið á undan. Undirliggjandi tryggingarekstur ársins var góður meðal annars vegna áhrifa af alheimsfaraldrinum. Samsett hlutfall ársins var 97,1% borið saman við 109,8% árið á undan. Arðsemi eigin fjár var 40,9% — en var 12% árið 2020.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Þrátt fyrir að árið 2021 hafi verið sérstakt ár og kórónuveirufaraldurinn hafi haldið áfram að setja sitt mark á samfélagið var það gott ár í starfsemi VÍS.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Metár var í afkomu Vátryggingafélags Íslands hf. en hagnaður félagsins nam 7.684 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár félagsins yfir 40%.

Lesa meira

Stafræn þróun

Stafræn þróun var á fullri ferð á árinu 2021. Við unnum þrekvirki með Ökuvísi, umbyltum kaupferli líf-og sjúkdómatrygginga, sýndum fram á að öryggisvörur gætu verið smart og ættu að vera sýnilegar.

Lesa meira

Kjarnastarfsemi

Rými skapaðist til þess að endurmeta lykilferla og mælikvarða félagsins. Við tókum því meðal annars upp stefnumiðaða stjórnun (e. OKR) — sem hefur skerpt okkur og samstillt.

Lesa meira

Þjónusta

Við lögðum allt kapp á að bæta upplifun viðskiptavina okkar á síðasta ári. Við innleiddum CRM kerfi til þess að halda vel utan um samskiptin við viðskiptavini okkar.

Lesa meira