Hoppa yfir valmynd

Staf­rænir sigrar og alþjóðleg viður­kenning

Á síðasta ári fórum við að stað með auglýsingaherferð sem við köllum „Látum öryggið passa.“ Hugmyndin var að taka alveg nýja nálgun þar sem við útskýrum hvernig öryggi getur verið aðlaðandi, spennandi og einfalt. Mikilvægt er að öryggistækin séu sýnileg og aðgengileg þegar við virkilega þurfum á þeim að halda. Þau gera nefnilega lítið gagn ef þau eru falin ofan í skúffu.

Þar kemur falleg hönnun til hjálpar — og færir okkur mikilvæg öryggistæki sem passa heimilið og fjölskylduna hvar og hvenær sem er. Við þurfum að breyta því hvernig við hugsum um svona mikilvægar græjur. Til er fjölbreytt úrval af flottum öryggistækjum sem eru mikil prýði upp á vegg. Við hvetjum þig til þess að láta öryggið passa og skoða úrval fallegra öryggistækja á vefsíðu okkar.

Úr auglýsingaherferð Öryggi passar

Við elskum nýsköpun!

Félagið er á spennandi stafrænni vegferð. Við elskum nýsköpun — og nýjar hugmyndir. Þá er mikilvægt að temja sér hugrekki og kjark til þess að hugsa hlutina upp á nýtt. Frá árinu 2018 hafa verið haldnir stafrænir sprettir (e. digital sprints) til þess leysa spennandi viðfangsefni. Starfsmenn VÍS eru hvattir til að sækja um í hverju verkefni þannig að ólíkir einstaklingar með fjölbreytta reynslu og menntun leysa verkefnið hverju sinni. Þetta hefur mælst vel hjá starfsmönnum og gefið þeim tækifæri á starfsþróun og ögrun í starfi. Í framhaldi hafa fjöldamargir stafrænir sprettir verið haldnir — og fjölbreytt vöruþróun átt sér stað hjá VÍS.

Alþjóðleg viðurkenning fyrir stafræna vegferð

Í upphafi árs 2021 var Ökuvísir kynntur til leiks — sem er byltingakennd nýjung — og nýr valkostur í bílatryggingum á Íslandi. Hægt er að fá aðgang að appi sem veitir virka endurgjöf um hvað megi gera betur í umferðinni. Ökuvísir er eina bílatryggingin hér á landi þar sem einungis tveir þættir hafa áhrif á verðið, þ.e. hvernig þú keyrir (aksturseinkunn) og hversu mikið þú keyrir. Ökuvísir er því bæði fordæmalaus og fordómalaus trygging! Yfir 60% viðskiptavina okkar með Ökuvísi hafa bætt akstur sinn. Við trúum því að með þessari nýsköpun leggjum við okkar lóð á vogarskálarnar að bæta umferðarmenningu á Íslandi.

Alþjóðlega tæknifyrirtækið OutSystems veitti okkur nýsköpunarverðlaun í lok árs fyrir vöruþróun ársins. Mörg þekkt fyrirtæki voru einnig tilnefnd og því er þetta mikil viðurkenning fyrir VÍS. Áður hafa fyrirtæki á borð við Banco Santander, bswift, Certis, Medtronic, New York Life Insurance og Union Bank of the Philippines unnið nýsköpunarverðlaun Outsystems. Þessi verðlaun veita okkur byr undir báða vængi — og staðfesta að við erum á réttri leið.

Stafræn þróun var á fullri ferð á árinu 2021. Við unnum þrekvirki með Ökuvísi, umbyltum kaupferli líf-og sjúkdómatrygginga, sýndum fram á að öryggisvörur gætu verið smart og ættu að vera sýnilegar.

Við unnum til alþjóðlegra verðlauna fyrir Ökuvísi sem staðfestu að við erum á réttri leið. Ég er því gríðarlega stolt af sigrunum á árinu 2021.

Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar

Einfalt, fræðandi og notendavænt

Annar stafrænn sprettur átti sér stað 2021 þar sem markmiðið var að umbylta kaupferli líf- og sjúkdómatrygginga. Markmiðið var að búa til einfalt, fræðandi og notendavænt kaupferli fyrir líf- og sjúkdómatryggingar með framúrskarandi hönnun — og með þarfir viðskiptavina okkar ávallt að leiðarljósi. Við vildum vera með fræðslu um mikilvægi líf- og sjúkdómatrygginga — og að vera með rétta vernd.

Ferlið var þróað og hannað fyrir viðskiptavini okkar og oft var leitað til þeirra eftir áliti og hugmyndum. Þetta er heildstætt ferli sem er algjörlega sjálfvirkt, frá upphafi til enda. Áhersla var lögð á að hafa ferlið einfalt og gagnsætt svo viðskiptavinir væru vel upplýstir og gætu gengið frá kaupum hvar og hvenær sem er — allt eftir hentugleika hvers og eins. Í dag er þetta ferli orðin stærsta sölurás okkar í líf- og sjúkdómatryggingum.

Framúrskarandi stafræn þjónusta

Á vis.is geta viðskiptavinir okkar tilkynnt tjón, fengið yfirlit yfir tryggingar og greiðslustöðu og breytt greiðsluupplýsingum. Markmið okkar er að viðskiptavinir okkar fái þar framúrskarandi stafræna þjónustu.

  • Fjöldi notenda (e. users) jókst um 20% — í samanburði við árið á undan.
  • Á síðustu fjórum árum — eða frá því stafræn vegferð félagsins hófst — hafa mánaðarlegar innskráningar aukist um 450%.
  • Um 76% allra tjóna voru tilkynnt á vis.is — og um 40% af þeim fóru í sjálfvirkt ferli. Algeng tjón eru greidd út innan nokkurra mínútna.
  • Tæp 95% allra innbústjóna voru tilkynnt á vis.is — og fara um 57% þeirra í sjálfvirka ákvörðunartöku.
  • Viðskiptavinir eru ánægðir með afgreiðslu tjóna og gefa að meðaltali 4,53 í einkunn af 5 mögulegum.
  • Tæplega helmingur viðskiptavina sækir sér þjónustu á vis.is utan hefðbundins opnunartíma.

Félagið er á góðri siglingu í átt að markmiði sínu að verða stafrænt þjónustufyrirtæki — og nú þegar eru tveir aðrir stafrænir sprettir í gangi sem hafa það markmið að hanna og þróa stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini félagsins.

Við hlökkum til að segja betur frá því.

Meira áhugavert efni

Ár nýsköpunar

Við færðumst nær framtíðarsýninni að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækki tjónum.

Lesa meira

Starfsemin

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með um þriðjungs hlutdeild.

Lesa meira

Sjálfbærni

Sjálfbærni skiptir okkur öllu máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2021 var 7,7 milljarðar — en var 1,8 milljarðar árið á undan. Undirliggjandi tryggingarekstur ársins var góður meðal annars vegna áhrifa af alheimsfaraldrinum. Samsett hlutfall ársins var 97,1% borið saman við 109,8% árið á undan. Arðsemi eigin fjár var 40,9% — en var 12% árið 2020.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Þrátt fyrir að árið 2021 hafi verið sérstakt ár og kórónuveirufaraldurinn hafi haldið áfram að setja sitt mark á samfélagið var það gott ár í starfsemi VÍS.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Metár var í afkomu Vátryggingafélags Íslands hf. en hagnaður félagsins nam 7.684 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár félagsins yfir 40%.

Lesa meira

Kjarnastarfsemi

Rými skapaðist til þess að endurmeta lykilferla og mælikvarða félagsins. Við tókum því meðal annars upp stefnumiðaða stjórnun (e. OKR) — sem hefur skerpt okkur og samstillt.

Lesa meira

Þjónusta

Við lögðum allt kapp á að bæta upplifun viðskiptavina okkar á síðasta ári. Við innleiddum CRM kerfi til þess að halda vel utan um samskiptin við viðskiptavini okkar.

Lesa meira

Mannauður

Þrátt fyrir krefjandi ár þá hélst starfsandinn góður yfir árið — af því erum við stolt. Við erum á stafrænni vegferð og það kallar á breytta samsetningu starfsmannahópsins.

Lesa meira