Hoppa yfir valmynd

Frábært rekstr­arár að baki

Metár var í afkomu Vátryggingafélags Íslands hf. en hagnaður félagsins nam 7.684 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár félagsins yfir 40%. Arðsemin er borin uppi af ávöxtun fjáreigna sem var mjög góð á árinu, þá sérstaklega ávöxtun hlutabréfa. Fjárfestingartekjur ársins námu 8,3 milljörðum króna — og hafa aldrei verið hærri.

Góður árangur var af starfseminni í heild — og grunnrekstur félagsins hélt áfram að batna. Á árinu 2020 og að hluta á árinu 2021 var unnið að endurskoðun á aðferðafræði við mat á vátryggingaskuld félagsins — og var verulega bætt við vátryggingaskuld félagsins í því ferli. Það er mat stjórnar og stjórnenda að staðan sé sterk og minni líkur á neikvæðum matsbreytingum til framtíðar. Markmiðið er að bæta grunnrekstur félagsins enn frekar og gera áætlanir félagsins ráð fyrir áframhaldandi lækkun á samsettu hlutfalli á árinu 2022 — til þess að færast nær langtímamarkmiði félagsins um 95% samsett hlutfall.

Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS

Áskoranir á árinu

Alheimsfaraldurinn hefur haft í för með sér ýmsar áskoranir fyrir félagið, ekki síst fyrir starfsfólkið sem vann að heiman stóran hluta ársins vegna lokana þjónustuskrifstofa. Enn og aftur sýndi starfsfólkið hvað þeim býr — því það leysti þessa áskorun afar vel af hendi. VÍS er stafrænt þjónustufyrirtæki og bauð upp á framúrskarandi stafrænar lausnir. Félagið gat því haldið upp í öflugri þjónustu, þrátt fyrir lokanir á þjónustuskrifstofum.

Þrátt fyrir umtalsverð áhrif á samfélagið, reyndust áhrifin á afkomu VÍS óveruleg á síðasta ári. Ef horft er til áhrifa á tjónin á árinu má jafnvel álykta að áhrifin hafi verið jákvæð. Félagið varð fyrir nokkrum áhrifum af faraldrinum þegar fyrirtæki í ferðaþjónustu og tengdum greinum, svo sem bílaleigur, drógu saman seglin og fækkuðu tryggingum sem voru í gildi. Iðgjöld voru því minni — en fækkun tjóna hafði á móti jákvæð áhrif á rekstur félagsins. Undirliggjandi tryggingarekstur ársins var því góður, ekki síst vegna áhrifa af alheimsfaraldrinum.

Hlutafé og ráðstöfun hagnaðar

Skráð hlutafé félagsins nam í lok ársins 1.894 milljónum króna, og er hver hlutur í félaginu ein króna að nafnverði. Félagið keypti rúmlega 144 milljón eigin hluti á árinu, eða 7,63% af útgefnu hlutafé fyrir um 2,6 milljarða króna. Lagt verður til við aðalfund félagsins að hlutafé félagsins verði lækkað sem nemur eigin hlutum og útistandandi hlutir eftir þá aðgerð yrðu 1.750 milljónir. Stjórn félagsins mun á aðalfundi 2022 leggja til að félagið greiði hluthöfum arð sem nemur kr. 2,0 á hlut fyrir árið 2021, eða um 3.500 milljónum króna eða um 45,5% af hagnaði ársins eftir skatta. Gengi hlutabréfa félagsins var 20,4 í árslok 2021 og hafði hækkað úr 14,4 í árslok 2020, en félagið greiddi einnig út 1.610 milljónir í arð á árinu 2021, sem nam 0,85 krónum á hlut.

Mikilvægt að tengja hagsmuni starfsmanna og hluthafa

Í samræmi við samþykkt aðalfundar og samþykkta starfskjarastefnu, er lögð áhersla á að tengja saman hagsmuni hluthafa og starfsmanna. Starfsmenn njóta kaupauka í samræmi við fjárhagslegan árangur sem og skilgreind markmið stjórnar. Það er mikilvægt að halda áfram á þeirri braut að tengja hagsmuni hluthafa og starfsmanna með þessum hætti.

Breytingar í umhverfinu kalla á breyttar áherslur

Fjárfestingar og ávöxtun fjármuna er mikilvægur hluti af starfsemi félagsins — og árangurinn hefur verið afar góður. Ekki síst í samhengi við markaðsáhættu og skilgreindan áhættuvilja félagsins. Breytingar í vaxtaumhverfi, veruleg vaxtalækkun sem viðbrögð við alheimsfaraldrinum, breytt fjármögnunarmynstur fjárfestinga, m.a. fasteignalána og nú á ný hækkandi stýrivextir kalla á virka stýringu og aðlögun fjárfestinga félagsins að breytingum í umhverfinu. Einnig á sér stað hröð samfélags- og tækniþróun, sem hefur breytt og er líklegt til að halda áfram að breyta samkeppnisumhverfinu, með aukinni fjártækni, nýjum aðilum og dreifileiðum á markaði.

VÍS er í sterkri stöðu til að mæta og taka þátt í þessari þróun — en á á undanförnum árum hefur verið farið miklar fjárfestingar í grunnkerfum sem og tæknilegum innviðum félagsins. Félagið er því með sterka stöðu og öflugan tæknigrunn, sterkan efnahagsreikning, öflugan grunnrekstur og byggir á langri sögu í íslensku samfélagi sem og fjölbreyttum hópi viðskiptavina. VÍS er því í góðri stöðu til frekari vaxtar og þróunar á fjármálamarkaði. Við viljum vera skýr, öflugur og áhugaverður fjárfestingarkostur á markaði.

Stafræna vegferðin

Stafræna vegferðin undanfarin ár hefur verið skýr. Framtíðarsýnin er sú, að félagið verði stafrænt þjónustufyrirtæki — en þess má geta að hlutfall rafrænna tjónstilkynninga hefur margfaldast á undanförnum árum og eru nú komið yfir 70%. Ökuvísir var kynntur á markað á síðasta ári og var vel tekið af viðskiptavinum félagsins. Þetta er nýstárleg ökutækjatrygging — og er í takt við markmið félagsins um að breyta því hvernig tryggingar virka. Reynslan er mjög góð og sýnir að mikill meirihluti ökumanna með Ökuvísi hefur stórbætt akstur sinn — þannig er öryggi í umferðinni aukið — og viðskiptavinir okkar og njóta þess í lægri tryggingaiðgjöldum.

Mikilvægi góðra stjórnarhátta

Við leggjum mikla áherslu á góða stjórnarhætti en stjórnarhættir félagsins snúast um að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnar og stjórnenda félagsins. Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að ábyrgri stjórnun og vandaðri ákvarðanatöku og stuðla að traustum samskiptum á milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagsmunaaðila. Ítarlega er gerð grein fyrir stjórnarháttum félagsins í stjórnarháttayfirlýsingu sem er hluti af ársreikningi félagins en VÍS hlaut á árinu viðurkenningu Stjórnvísis, Viðskiptaráðs Íslands, Samtaka atvinnulífsins og Nasdaq Iceland fyrir góða stjórnarhætti.

VÍS hefur lagt áherslu á jafnrétti í starfsemi félagins. Félagið fékk jafnlaunavottun á árinu 2017 og hefur unnið markmisst að því að útrýma launamun kynja. Það var því mjög ánægjulegt að árinu 2021 mældist enginn launamunur milli kynja hjá félaginu.

Að lokum…

Félagið byggir á traustum grunni og er í sterkri stöðu til að sækja fram — og gera enn betur. Samstarfið innan stjórnar hefur verið afar gott — sem og samstarf við stjórnendur félagsins. Fyrir það er ég þakklátur. Fyrir hönd stjórnar félagsins vil ég þakka fyrir gott samstarf á árinu.

Árið 2021 var gott ár. Við höldum áfram að þróa félagið í takt við breytta tíma og ný tækifæri. Framundan eru því virkilega spennandi tímar.

Stefán Héðinn Stefánsson

Stjórnarformaður VÍS

Stjórn VÍS

Stjórn VÍS er kjörin til eins árs í senn. Kjörnir eru fimm aðalmenn og tveir varamenn.

Stefán Héðinn Stefánsson

Stjórnarformaður

Nánar

Valdimar Svavarsson

Stjórnarmaður

Nánar

Guðný Hansdóttir

Stjórnarmaður

Nánar

Marta Guðrún Blöndal

Stjórnarmaður

Nánar

Vilhjálmur Egilsson

Stjórnarmaður

Nánar

Sveinn Friðrik Sveinsson

Varamaður

Nánar

Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir

Varamaður

Nánar

Meira áhugavert efni

Ár nýsköpunar

Við færðumst nær framtíðarsýninni að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækki tjónum.

Lesa meira

Starfsemin

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með um þriðjungs hlutdeild.

Lesa meira

Sjálfbærni

Sjálfbærni skiptir okkur öllu máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2021 var 7,7 milljarðar — en var 1,8 milljarðar árið á undan. Undirliggjandi tryggingarekstur ársins var góður meðal annars vegna áhrifa af alheimsfaraldrinum. Samsett hlutfall ársins var 97,1% borið saman við 109,8% árið á undan. Arðsemi eigin fjár var 40,9% — en var 12% árið 2020.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Þrátt fyrir að árið 2021 hafi verið sérstakt ár og kórónuveirufaraldurinn hafi haldið áfram að setja sitt mark á samfélagið var það gott ár í starfsemi VÍS.

Lesa meira

Stafræn þróun

Stafræn þróun var á fullri ferð á árinu 2021. Við unnum þrekvirki með Ökuvísi, umbyltum kaupferli líf-og sjúkdómatrygginga, sýndum fram á að öryggisvörur gætu verið smart og ættu að vera sýnilegar.

Lesa meira

Kjarnastarfsemi

Rými skapaðist til þess að endurmeta lykilferla og mælikvarða félagsins. Við tókum því meðal annars upp stefnumiðaða stjórnun (e. OKR) — sem hefur skerpt okkur og samstillt.

Lesa meira

Þjónusta

Við lögðum allt kapp á að bæta upplifun viðskiptavina okkar á síðasta ári. Við innleiddum CRM kerfi til þess að halda vel utan um samskiptin við viðskiptavini okkar.

Lesa meira

Mannauður

Þrátt fyrir krefjandi ár þá hélst starfsandinn góður yfir árið — af því erum við stolt. Við erum á stafrænni vegferð og það kallar á breytta samsetningu starfsmannahópsins.

Lesa meira