Hoppa yfir valmynd

Starf­semin

VÍS er stærsta tryggingafélag landsins og á djúpar rætur í íslensku samfélagi.

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á hér á landi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með liðlega þriðjungs hlutdeild.

Félagið býður víðtæka vátryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á góða ráðgjöf, skilvirkni, sveigjanleika og framúrskarandi þjónustu.

Skýr markmið til framtíðar

Framtíðarsýnin er að VÍS verði stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækkar tjónum. Með sjálfbærni að leiðarljósi er stuðlað að því viðskiptavinir félagsins lendi síður í tjónum.

Félagið er kraftmikið hreyfiafl með öflugar forvarnir í broddi fylkingar. Framtíðarsýnin er nú leiðarvísir í öllum ákvörðunum sem teknar eru hjá félaginu.

Daglegt leiðarljós er að vera skrefi á undan og að starfsmenn sýni umhyggju í öllum störfum félagsins. Að vera skrefi á undan þýðir að félagið leitar nýrra leiða og breytir því hvernig tryggingar virka. Viðskiptavinir félagsins eiga að lenda sjaldnar í tjónum.

Loforð félagsins til viðskiptavina sinna er að vera traust bakland í óvissu lífsins.

Framkvæmdastjórn VÍS

Helgi Bjarnason

Forstjóri

Nánar

Guðný Helga Herbertsdóttir

Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar

Nánar

Valgeir M. Baldursson

Framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi

Nánar

Hafdís Hansdóttir

Framkvæmdastjóri þjónustu

Nánar

Anna Rós Ívarsdóttir

Mannauðsstjóri

Nánar

Stafrænir sigrar

Sú stafræna umbylting sem hefur átt sér stað hjá félaginu á undanförnum þremur árum gerði það að verkum að VÍS gat brugðist hratt við breyttu landslagi vegna kórónuveirufaraldursins. Þjónustan var færð alfarið á netið um miðjan marsmánuð og viðskiptavinir félagsins brugðust vel við þeirri breytingu. Þeir nýttu sér óhikað stafrænar lausnir félagsins.

Mánaðarlegar innskráningar á vis.is hafa t.a.m. aukist um nær 400% frá því að stafræn vegferð félagsins hófst fyrir um þremur árum. Þess ber að geta að innskráningar á vis.is jukust um tæp 90% á síðasta ári. Þá var einnig sett met í hlutfalli rafrænna tjónstilkynninga en um 60% allra tjóna eru nú tilkynnt rafrænt.

Þess má geta að ný heimasíða félagsins leit dagsins ljós á síðasta ári, en þar var allt kapp lagt á að útskýra tryggingar á mannamáli og veita góð ráð um forvarnir ─ sem stuðla að því að viðskiptavinir félagsins lendi sjaldnar í tjóni.

Þrátt fyrir ýmsar áskoranir sem fylgdu alheimsfaraldrinum þá fékk félagið góðan byr í seglin í átt að framtíðarsýninni; að vera stafrænt þjónustufyrirtæki.

Þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir vegna alheimsfaraldursins, þá flýtti hann fyrir stafrænni þróun víða í samfélaginu. Einnig hjá okkur þar sem við sjáum mikla aukningu á nýtingu stafrænna lausna. Síðustu ár höfum við unnið að stórum umbreytingarverkefnum.

Þetta ár var engin undantekning og kynnum við nú Ökuvísi með stolti. Þetta er ný leið í tryggingum hér á landi þar sem markmiðið er að fækka bílslysum, samfélaginu til heilla. Við höfum fulla trú á að Ökuvísir falli í góðan jarðveg hjá Íslendingum.

Guðný Helga Herbertsdóttir

Framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar

Ánægðir starfsmenn í krefjandi aðstæðum

Fjöldatakmarkanir vegna faraldursins gerðu það að verkum að starfsmenn félagsins fóru að vinna að heiman frá marsmánuði. Þrátt fyrir krefjandi aðstæður sem sköpuðust vegna þessa þá gekk starfsemin vonum framar.

Mælingar sem framkvæmdar voru reglulega á síðasta ári sýndu að starfsmenn voru mjög ánægðir og helgaðir í starfi. Einnig hélst starfsandinn góður út árið.

Þrátt fyrir krefjandi ár hefur okkur tekist að viðhalda mikilli helgun og ánægju starfsfólks. Við erum stolt af því að hafa náð frábærum  árangri í mannauðsmálunum og vorum valin eitt af Fyrirmyndarfyrirtækjum VR 2020.

Með markvissri vinnu höfum við einnig náð enn betri árangri í jafnréttismálum. Kynbundinn launamunur hefur aldrei mælst lægri, er innan við hálft prósent og er ekki marktækur.

Anna Rós Ívarsdóttir

Mannauðsstjóri

Meira áhugavert efni

Ár tækifæra og nýrrar hugsunar

Árið 2020 var eftirminnilegt ár. Ekki síst vegna alheimsfaraldursins sem skók heimsbyggðina. Bregðast þurfti hratt við þessum nýja raunveruleika og starfsmenn VÍS unnu heiman frá sér meira og minna frá marsmánuði.

Þetta var líka ár nýrrar hugsunar og nýrra tækifæra. Ökuvísir, sem er byltingarkennd nýjung hjá VÍS, var unninn og þróaður á árinu 2020.

Lesa meira

Sjálfbærni

Við leggjum áherslu á að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi félagsins í lágmarki og stuðla að því að umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi í tengslum við alla starfsemi félagsins.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2020 var 1.798 milljónir króna. Samsett hlutfall ársins var 109,8%. Fjárfestingatekjur ársins voru 5.284 milljónir króna ─ en árangur í fjárfestingum á síðasta ári var sá besti frá skráningu félagsins. Arðsemi eigin fjár var jákvæð um 12,0%

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Þakklæti er mér efst í huga þegar ég lít yfir árið 2020. Þetta var skrýtið ár með miklum áskorunum. Alheimsfaraldurinn, sem skók alla heimsbyggðina, hafði veruleg áhrif á samfélagið okkar. Við þurftum að aðlaga okkur hratt og vel að nýjum raunveruleika. Þá kom styrkur félagins bersýnilega í ljós.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Árið 2020 er eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna alheimsfaraldursins sem hafði víðtækar afleiðingar á samfélagið okkar. Ný hugsun einkenndi árið að svo mörgu leyti. Ekki síst vegna þess að við fengum rými til þess að staldra við og velta fyrir okkur hverju viljum við áorka og hverju þurfum við að breyta ─ og af hverju?

Lesa meira