Hoppa yfir valmynd

Sjálf­bærni er samofin öllum rekstr­inum

Við leggjum áherslu á að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi félagsins í lágmarki og stuðla að því að umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi í tengslum við alla starfsemi félagsins.

Félagið kappkostar að auka sjálfvirkni og stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini sína. Með því er minnkuð notkun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda.

VÍS styður heims­markmið Sameinuðu þjóð­anna

VÍS er aðili að Global Compact, alþjóðlegum sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hafður er að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta. Með þátttökunni skuldbindur VÍS sig til þess að vinna eftir tíu meginreglum sáttmálans, er varða sjálfbærni og styðja helstu markmið þeirra.

VÍS er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð, sem og IcelandSIF, samtökum um ábyrgar fjárfestingar.

VÍS styður heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Stjórn­ar­hættir

Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að ábyrgri stjórnun og vandaðri ákvarðanatöku og stuðla að traustum samskiptum milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagaðila. Stjórnarhættir VÍS snúast um að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda félagsins innbyrðis, og gagnvart hluthöfum, og auðvelda þeim þannig að ná markmiðum sínum.

Hjá VÍS er lögð rík áhersla á að þróa stöðugt og styrkja góða stjórnarhætti innan félagsins, og að ferli og vinnubrögð samræmist alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.

Stjórnarháttayfirlýsing 2020
Stjórnarhættir

Sjálfbærniuppgjör

Umhverfi

Félagið leggur áherslu á að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni í lágmarki og stuðla að því að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í tengslum við alla starfsemi félagsins. Með því viljum við ná að minnka notkun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda.

Helstu losunarvaldar gróðurhúsalofttegunda í rekstri VÍS er vegna flugferða og ferða starfsfólks til og frá vinnu. Þá má áætla að töluverð óbein losun eigi sér stað vegna trygginga og fjárfestinga félagsins og er VÍS meðvitað um það. Í dag er verið að þróa alþjóðlega samræmda aðferðarfræði til að meta slíka óbeina losun og mun VÍS fylgjast með þeirri þróun. Losunarkræfni sýnir losun gróðurhúsalofttegunda frá félaginu miðað við helstu stærðir í rekstri VÍS.

Losun gróðurhúsalofttegunda minnkaði um 22% milli ára og má rekja til heimsfaraldursins en losun vegna ferða starfsfólks í og úr vinnu minnkaði um 44% og vegna flugferða um 65%. Þegar litið er til losunarkræfni, má sjá að losun miðað við tekjur lækkaði um 29%. Á árinu 2020 þróaði VÍS vöru sem kallast Ökuvísir. Þetta er ný tryggingaleið sem hvetur viðskiptavini félagsins til að keyra bæði minna og betur og minnka þannig losun gróðurhúsalofttegunda.

Félagslegir þættir

Það er stefna félagsins að hafa jákvæð áhrif á samfélag sitt. Félagið virðir mannréttindi viðskiptavina og samstarfsaðila í samræmi við Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Verði birgi eða samstarfsaðili uppvís að mannréttindabrotum, áskilur félagið sér rétt til að slíta viðkomandi viðskiptasambandi.

Virk jafnréttis- og jafnlaunastefna er til staðar þar sem leiðir að markmiðum félagsins í jafnréttismálum eru skilgreindar. VÍS hefur verið með jafnréttisstefnu frá árinu 2002 og hefur sett sér jafnréttisáætlun. Félagið hefur fengið jafnlaunavottun og leyfi frá Jafnréttisstofu til að nota jafnlaunamerkið. Hjá VÍS mælist ekki marktækur launamunur á kynjum.

Megin áherslur félagsins í styrkveitingum eru verkefni sem hafa forvarnalegt gildi. Forvarnir eru samofnar sögu og sjálfsmynd félagsins, eru hluti af fyrirtækjamenningunni og mikilvægur hlekkur í starfsemi þess. Forvarnastarfið hefur þann tilgang að fækka slysum meðal viðskiptavina og í samfélaginu í heild.

Félagið hefur sett sér metnaðarfulla mannauðs- og vinnuverndarstefnu. Tilgangur þeirra er m.a. að tryggja öryggi og góða heilsu starfsfólks.

Stjórnarhættir

Hjá félaginu er lögð rík áhersla á að öll ferli og vinnubrögð samræmist alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.

Allt starfsfólk félagsins undirrita siðasáttmála og staðfesta með því ætlun sína að framfylgja honum. Siðasáttmáli félagsins endurspeglar hvernig starfsfólk haga samskiptum við viðskiptavini, samstarfsfólk, eftirlitsstofnanir, hluthafa, samkeppnisaðila og samfélagið allt. Með því að framfylgja siðasáttmálanum gætir starfsfólk að orðspori félagsins, stuðla að farsælum rekstri og ýtir undir hlutverk vátrygginga í samfélaginu.

Félagið er í þeirri stöðu að geta verið afl sem knýr á um breytingar í samfélaginu, í gegnum vöruframboð og þjónustu, í gegnum fjárfestingar sínar og í samskiptum við nærsamfélagið. Félagið hefur mótað sér stefnur varðandi ábyrgar fjárfestingar þar sem fram kemur að við fjárfestingaákvarðanir sé litið til umhverfismála, félagslegra þátta og stjórnarhátta.

Meira áhugavert efni

Ár tækifæra og nýrrar hugsunar

Árið 2020 var eftirminnilegt ár. Ekki síst vegna alheimsfaraldursins sem skók heimsbyggðina. Bregðast þurfti hratt við þessum nýja raunveruleika og starfsmenn VÍS unnu heiman frá sér meira og minna frá marsmánuði.

Þetta var líka ár nýrrar hugsunar og nýrra tækifæra. Ökuvísir, sem er byltingarkennd nýjung hjá VÍS, var unninn og þróaður á árinu 2020.

Lesa meira

Starfsemin

VÍS er stærsta tryggingafélag landsins og á djúpar rætur í íslensku samfélagi. VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á hér á landi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með liðlega þriðjungs hlutdeild.

Félagið býður víðtæka vátryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á góða ráðgjöf, skilvirkni, sveigjanleika og framúrskarandi þjónustu.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2020 var 1.798 milljónir króna. Samsett hlutfall ársins var 109,8%. Fjárfestingatekjur ársins voru 5.284 milljónir króna ─ en árangur í fjárfestingum á síðasta ári var sá besti frá skráningu félagsins. Arðsemi eigin fjár var jákvæð um 12,0%

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Þakklæti er mér efst í huga þegar ég lít yfir árið 2020. Þetta var skrýtið ár með miklum áskorunum. Alheimsfaraldurinn, sem skók alla heimsbyggðina, hafði veruleg áhrif á samfélagið okkar. Við þurftum að aðlaga okkur hratt og vel að nýjum raunveruleika. Þá kom styrkur félagins bersýnilega í ljós.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Árið 2020 er eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna alheimsfaraldursins sem hafði víðtækar afleiðingar á samfélagið okkar. Ný hugsun einkenndi árið að svo mörgu leyti. Ekki síst vegna þess að við fengum rými til þess að staldra við og velta fyrir okkur hverju viljum við áorka og hverju þurfum við að breyta ─ og af hverju?

Lesa meira