Hoppa yfir valmynd
Valdimar Svavarsson, stjórnarformaður VÍS

Ávarp stjórn­ar­for­manns

Þakklæti er mér efst í huga

þegar ég lít yfir árið 2020. Þetta var skrýtið ár með miklum áskorunum. Alheimsfaraldurinn, sem skók alla heimsbyggðina, hafði veruleg áhrif á samfélagið okkar.

Við þurftum að aðlaga okkur hratt og vel að nýjum raunveruleika. Þá kom styrkur félagins bersýnilega í ljós. Sú stafræna vegferð sem félagið hefur verið á undanfarin ár, kom sér vel því við gátum fært þjónustuna alfarið á netið í upphafi faraldursins.

Stjórn félagsins mun á aðalfundi 2021 leggja til að félagið greiði hluthöfum arð sem nemur kr. 0,85 á hlut fyrir árið 2020, eða um 1.610 milljónum króna eða um 90% af hagnaði ársins eftir skatta. Á síðasta ári var engin arðgreiðsla til hluthafa vegna óvissu í samfélaginu vegna kórónuveirufaraldursins. VÍS var fyrst vátryggingafélaga til að fá heimild frá Fjármálaeftirliti Seðlabanka Íslands til hefja endurkaup.

Félagið fékk kröftugan meðbyr

Alheimsfaraldurinn reyndist vera prófsteinn á framtíðarsýn félagsins. En framtíðarsýnin er sú að VÍS verði stafrænt þjónustufyrirtæki sem breyti því hvernig tryggingar virka og fækki tjónum. Félagið fékk því kröftugan meðbyr í átt að framtíðarsýninni og við stigum hraðar inn í framtíðina en við höfum nokkurn tímann gert. Við höldum áfram að hanna og þróa framúrskarandi stafrænar lausnir.

Ökuvísir, sem er byltingarkenndur nýr valkostur í ökutækjatryggingum, fór í þróun á síðasta ári. Þetta er app sem veitir uppbyggilega endurgjöf á aksturinn. Með því því að keyra minna og betur, borga viðskiptavinir félagsins minna fyrir tryggingarnar. Þetta er ný hugsun í tryggingum hér á landi. Því er þetta sannkallað frumkvöðlastarf og ég trúi því að þessum nýja valkosti á íslenskum tryggingamarkaði verði vel tekið.

Þetta er góður árangur sterkrar liðsheildar við erfiðar aðstæður. Aðlögunarhæfni starfsfólksins er eftirtektarverð. Þetta er framúrskarandi hópur starfsmanna með skýr markmið. Alheimsfaraldurinn reyndi jafnframt á innviði félagsins. Það kom vel í ljós hversu sterkur grunnur er til staðar og hversu öflugir innviðir félagsins eru. Ég er stoltur af árangrinum.

Lægra vaxtaumhverfi kallar á nýjar áherslur

Hingað til hafa vextir almennt verið háir á Íslandi. Segja má að heimsfaraldurinn hafi haft víðtæk áhrif á íslenskt samfélag því vextir hafa ekki verið lægri hér á landi. Seðlabankinn lækkaði stýrivexti í nokkrum skrefum á síðasta ári, úr 3% í 0,75%. Í slíku vaxtaumhverfi felast ýmsar áskoranir, t.d. í fjárfestingum félagsins. Við þurfum því að vanda valið til þess að við fáum ásættanlega ávöxtun. Ég er ánægður með árangurinn í fjárfestingum á síðasta ári. Fjárfestingatekjur ársins voru 5,3 ma.kr. eða 14,0% nafnávöxtun. Þetta er besti árangur í fjárfestingum frá skráningu félagsins.

Breyttar aðstæður á markaði

Við þurfum að velta fyrir okkur tækifærum á markaðnum. Sameining hjá samkeppnisaðila er breyting á markaðnum sem slíkum. Þetta þýðir einfaldlega tækifæri fyrir okkur. Það eru mikil tækifæri á markaðnum. Samfélagið tekur hröðum breytingum og við verðum að þróast í takt við það.

Mörkin milli fjármálaþjónustu og trygginga eru alltaf að minnka. Þetta kallar á þróun félagsins.

Við ætlum að vinna enn betur með forvarnir og fyrirbyggjandi aðgerðir með viðskiptavinum okkar. Við fylgjumst vel með þróuninni í tryggingum í hinum stóra heimi sem og tækninýjungum. Í því er rödd viðskiptavina alltaf okkar leiðarljós.

Starfsmenn félagsins ganga í takt

Stjórnarhættir félagsins snúast um að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda VÍS innbyrðis, og gagnvart hluthöfum og auðvelda þeim þannig að ná markmiðum sínum. Við leggjum ríka áherslu á að þróa stöðugt og styrkja góða stjórnarhætti innan félagsins. Við leggjum einnig áherslu á að ferli og vinnubrögð samræmist alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta. Í ágúst 2020 hlaut VÍS viðurkenningu Stjórnvísis vegna góðra stjórnarhátta og nafnbótina „Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“. Viðurkenningin var veitt að undangengnu formlegu mati á starfsháttum stjórnar og stjórnenda sem byggir á leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja sem Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland hafa gefið út. Viðurkenningin gildir í þrjú ár.

Til þess að tengja saman hagsmuni hluthafa og allra starfsmanna til lengri tíma er kaupaukakerfi starfsmanna til staðar. Tilgangur þess er að styðja við árangur félagsins bæði gagnvart fjárhagslegum og stefnumarkandi markmiðum í rekstri félagsins. Ég er ánægður með árangurstengingu hluthafa og starfsmanna ─ því ég tel það vera árangursríkt að tengja hagsmuni hluthafa og starfsmanna með þessum hætti. Þetta tryggir að starfsmenn og hluthafar félagsins gangi í takt. Það er mikilvægt. Kaupaukakerfið tekur mið af sjónarmiðum um vernd viðskiptavina félagsins, kröfuhafa og hluthafa og samræmast að öðru leyti góðum viðskiptaháttum í vátryggingaviðskiptum og heilbrigðum og traustum rekstri.

Stjórn yfirfór og staðfesti siðasáttmála félagsins í nóvember 2020. Siðasáttmáli VÍS byggir á hugmyndum starfsmanna félagsins um hvernig þeim beri að haga störfum sínum og lýsir þannig því sambandi sem stjórn og starfsmenn vilja eiga við viðskiptavini, samstarfsmenn, hluthafa, eftirlitsstofnanir, samfélagið okkar og samkeppnisaðila.

Að lokum

Félagið er á traustum grunni. Við erum með góðan grunn fyrir komandi tíma. Við ætlum okkur að sækja fram og gera enn betur.

Samstarfið milli stjórnar og stjórnenda hefur verið til mikillar fyrirmyndar. Fyrir það er ég þakklátur. Fyrir fyrir hönd stjórnar félagsins vil ég þakka fyrir einstaklega góð samskipti og gott samstarf á árinu.

Árið 2020 var í það heila gott. Við höldum áfram að þróa félagið í takt við breytta tíma og ný tækifæri. Við höldum ótrauð áfram að vinna sigra og gerum enn betur!

Stjórnarformaður VÍS
Stjórnarformaður VÍS

Stjórn VÍS

Stjórn VÍS er kjörin til eins árs í senn. Kjörnir eru fimm aðalmenn og tveir varamenn.

Valdimar Svavarsson

Stjórnarformaður

Nánar

Guðný Hansdóttir

Stjórnarmaður

Nánar

Marta Guðrún Blöndal

Stjórnarmaður

Nánar

Stefán Héðinn Stefánsson

Stjórnarmaður

Nánar

Vilhjálmur Egilsson

Stjórnarmaður

Nánar

Sveinn Friðrik Sveinsson

Varamaður

Nánar

Ragnheiður Hrefna Magnúsdóttir

Varamaður

Nánar

Meira áhugavert efni

Ár tækifæra og nýrrar hugsunar

Árið 2020 var eftirminnilegt ár. Ekki síst vegna alheimsfaraldursins sem skók heimsbyggðina. Bregðast þurfti hratt við þessum nýja raunveruleika og starfsmenn VÍS unnu heiman frá sér meira og minna frá marsmánuði.

Þetta var líka ár nýrrar hugsunar og nýrra tækifæra. Ökuvísir, sem er byltingarkennd nýjung hjá VÍS, var unninn og þróaður á árinu 2020.

Lesa meira

Starfsemin

VÍS er stærsta tryggingafélag landsins og á djúpar rætur í íslensku samfélagi. VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á hér á landi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með liðlega þriðjungs hlutdeild.

Félagið býður víðtæka vátryggingaþjónustu þar sem rík áhersla er lögð á góða ráðgjöf, skilvirkni, sveigjanleika og framúrskarandi þjónustu.

Lesa meira

Sjálfbærni

Við leggjum áherslu á að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi félagsins í lágmarki og stuðla að því að umhverfissjónarmið verði höfð að leiðarljósi í tengslum við alla starfsemi félagsins.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2020 var 1.798 milljónir króna. Samsett hlutfall ársins var 109,8%. Fjárfestingatekjur ársins voru 5.284 milljónir króna ─ en árangur í fjárfestingum á síðasta ári var sá besti frá skráningu félagsins. Arðsemi eigin fjár var jákvæð um 12,0%

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Árið 2020 er eftirminnilegt fyrir margra hluta sakir. Ekki síst vegna alheimsfaraldursins sem hafði víðtækar afleiðingar á samfélagið okkar. Ný hugsun einkenndi árið að svo mörgu leyti. Ekki síst vegna þess að við fengum rými til þess að staldra við og velta fyrir okkur hverju viljum við áorka og hverju þurfum við að breyta ─ og af hverju?

Lesa meira