Lykiltölur ársins 2023
Samstæðan
Tryggingastarfsemi
- Sókn er hafin í tryggingastarfsemi með 8,2% tekjuvöxt milli ára og 9,3% á 4F 2023.
- Stórtjón hafa neikvæð áhrif á samsett hlutfall ársins sem er 99,5%.
- Afkoma af vátryggingasamningum nam 143 milljónum króna þar sem bæði tjónahlutfall var óhagstætt og kostnaðarhlutfall yfir markmiðum.
- Undir lok árs voru hagræðingaraðgerðir framkvæmdar í tryggingastarfseminni sem munu koma fram í lækkun á kostnaðarhlutfalli.
Fjármálastarfsemi
- Fossar fjárfestingarbanki kemur inn í samstæðu frá og með 4F 2023 og SIV hóf rekstur um mitt ár.
- Tekjur af fjármálastarfsemi Fossa og SIV námu 494 m.kr.
- AuM námu 117 milljörðum króna í lok árs. AuM eru eignir í stýringu og umsýslu hjá Fossum og SIV, þ.m.t. ráðstöfun viðskiptavina í erlenda sjóði stýrenda í samstarfi við Fossa.
Fjárfestingar
- Árangur fjárfestinga var góður og var ávöxtun heildarsafns umfram viðmið.
- Fjárfestingartekjur námu 4.753 milljónum króna, sem samsvarar 10,7% ávöxtun.
[1] Undir einskiptisliðum er m.a. niðurfærsla hugbúnaðar að fjárhæð 805 milljónir króna sem hefur neikvæð áhrif á afkomu félagsins á árinu en hefur engin áhrif á gjaldþol og mun leiða til lægri afskrifta til framtíðar. Auk þess féll til einskiptiskostnaður á árinu að fjárhæð alls 191 milljón króna vegna sameiningar við Fossa, forstjóraskipta hjá VÍS og undirbúnings tilfærslu tryggingarekstrar í dótturfélag. Samtals nema einskiptisliðir um 996 milljónum króna.
Fjárhagsleg markmið
Markmið ársins 2024
Ný samstæða hyggst leggja áherslu á aukna upplýsingagjöf til fjárfesta og liður í því er að veita nánari upplýsingar um horfur í rekstri fyrir hvert rekstrarár. Horfur í rekstri fyrir rekstrarárið 2024 eru settar fram fyrir þrjár megin tekjustoðir í rekstri samstæðunnar með eftirfarandi hætti [2]:
[2] Upplýst verður um afkomuhorfur í trygginga- og fjármálastarfsemi ef þær breytast frá þeim vikmörkum sem kynnt eru hér.
[3] Hreinar fjármálatekjur eru allar tekjur Fossa Fjárfestingarbanka og SIV eignastýringar, þ.m.t. hreinar vaxta- og þóknanatekjur, fjármunatekjur þeirra og aðrar tekjur.
[4] Um er að ræða áætlaða ávöxtun fjárfestingareigna VÍS. Ekki verður upplýst um frávik frá áætlaðri ávöxtun fjárfestingareigna. Félagið birtir upplýsingar um stærstu eignir í fjárfestingarstarfsemi í fjárfestakynningum ársfjórðungslega. Hafa skal í huga að heildarstærð fjárfestingarsafnsins getur hækkað og lækkað vegna verðbreytinga, arðgreiðslna, endurkaupa, tilfærslu á ráðstöfun fjármagns innan samstæðu o.fl.
Langtíma markmið (innan þriggja ára - árið 2026)
Skýr markmið samstæðu hafa verið sett til næstu þriggja ára um hagnað á hlut, tekjur af kjarnastarfsemi, samsett hlutfall og eignir í stýringu auk markmiðs um tekjur af fjármálastarfsemi. Rík áhersla er lögð á aukinn vöxt í kjarnastarfsemi, þ.e. trygginga- og fjármálastarfsemi, og þar með aukna dreifingu tekna samstæðunnar sem mun skapa aukið virði fyrir hluthafa til framtíðar.