Ár tækifæra og nýrrar hugsunar
Árið 2020 var eftirminnilegt ár. Ekki síst vegna alheimsfaraldursins sem skók heimsbyggðina.
Bregðast þurfti hratt við þessum nýja raunveruleika og starfsmenn VÍS unnu heiman frá sér meira og minna frá marsmánuði. Þetta var líka ár nýrrar hugsunar og nýrra tækifæra. Ökuvísir, sem er byltingarkennd nýjung hjá VÍS, var unninn og þróaður á árinu 2020.Alheimsfaraldurinn hafði veruleg áhrif á þjónustuna á árinu. Til þess að tryggja öryggi viðskiptavina okkar og starfsmanna höfðum við þjónustuskrifstofurnar lokaðar stærstan hluta ársins. Við lögðum því alla áherslu á að veita framúrskarandi stafræna þjónustu og kom sér vel að síðustu þrjú ár höfum við sett mikinn þunga í okkar stafrænu vegferð og náðum þess vegna að halda uppi háu þjónustustigi.
Til þess að gera okkur kleift að gera enn betur í þjónustu, fjárfestum við í lok ársins í CRM kerfi sem hjálpar fyrirtækjum að halda utan um viðskiptasambandið og bæta upplifun viðskiptavina.
Hafdís Hansdóttir
Framkvæmdastjóri þjónustu
Helstu fréttir ársins
Þungur mánuður
Færðin hefur verið erfið á nýju ári. Vindur, hálka og snjór hefur heldur betur sett strik í reikninginn. Því miður hafa mörg alvarleg umferðarslys verið á nýju ári og í nýlegri samantekt á visir.is voru tilgreind 20 slys sem hafa átt sér stað á nýju ári.
Um 20 vinnu- og skólaslys á dag
Á hverju ári eru að meðaltali skráð 5.691 vinnuslys hjá Slysaskrá Íslands hjá Landlæknisembættinu. Að auki berast að meðaltali 2.014 slys á börnum á skólatíma á ári til Slysaskrár Íslands. Þetta þýðir að dag hvern slasast um 20 einstaklingar í vinnu- og skólaslysum á dag.
Vinnu- og skólaslys hafi því áhrif á mörg þúsund íslenskar fjölskyldur á einn eða annan hátt og hafa þannig víðtæk áhrif í íslensku samfélagi.
G.RUN hlaut forvarnaverðlaun VÍS
Öryggismál og forvarnir voru til umræðu á Forvarnaráðstefnu VÍS sem fram fór á Hilton Reykjavík Nordica í dag. Yfirskriftin var ,,Hvað brennur á þínu fyrirtæki?
Ráðstefnan, sem var fyrst haldin árið 2010, hefur skapað sér sess sem einn fjölsóttasti viðburður sinnar tegundar á Íslandi. Fjölmennt var á ráðstefnunni en yfir 300 manns hlýddu á erindi sérfræðinga og stjórnenda sem deildu reynslu sinni af forvörnum og öryggismálum.
COVID-19 hvernig ber ég mig að?
Nú þegar COVID-19 hefur greinst hér á landi höfum við tekið saman það sem gott er að vita. Það er margt sem við getum gert til að koma í veg fyrir smit og mjög mikilvægt að við leggjum okkur öll fram við að draga úr útbreiðslu veirunnar.
Við hvetjum þig því til að kynna þér upplýsingarnar.
Sóttkví getur verið góð skemmtun
Það er sameiginlegt verkefni okkar allra að gera allt sem við getum til að koma í veg fyrir smit. Sóttkví er hluti af því. Í sóttkví fara þeir einstaklingar sem hafa mögulega smitast en eru ekki ennþá veikir þ.e. eru einkennalausir.
Ef þú þarft að fara í sóttkví láttu þér ekki leiðast, njóttu frekar.
Unnið að heiman
Margir vinna heima þessa dagana sem gengur eflaust misvel. Sér í lagi ef börn eru á heimilinu sem þarf að sinna. Hafðu eftirfarandi atriði í huga til þess að tryggja að allt gangi sem best.
Ný stjórn VÍS
Aðalfundur VÍS var haldinn fimmtudaginn 19. mars 2020. Ný stjórn var kosin á aðalfundinum.
Styrkjum góð málefni
Þegar viðskiptavinir okkar kaupa líf- og sjúkdómatryggingar á netinu hafa þeir val um að styrkja góðgerðarfélög. Valið stendur milli þriggja góðgerðarfélaga.
Fyrir hverja milljón, sem viðskiptavinur okkar velur í tryggingarfjárhæð, fara 1.000 krónur til góðgerðarmála. Þeir viðskiptavinir okkar sem kaupa líf- og sjúkdómatryggingu á netinu hafa því tækifæri til þess að láta gott af sér leiða.
Við bætum þér tjónið strax
Í allri inniverunni höfum við heldur betur treyst á tækin á heimilinu. Hvar værum við án sjónvarpsins? Nú, eða símans? Þess vegna er mikilvægt að fá tjónið bætt sem allra fyrst og það ætlum við að gera.
VÍS til fyrirmyndar
Við erum gríðarlega stolt af því að VÍS hafi verið valið eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR ársins 2020. Niðurstaðan byggir á könnun sem send er á alla félagsmenn VR og þúsundir annarra starfsmanna á almennum vinnumarkaði. Þess má geta að könnunin er ein viðamesta vinnumarkaðskönnun sem gerð er hér á landi.
Gleðin skein úr hverju andliti
Fótboltahátíð VÍS og Þróttar var haldin í Laugardalnum um nýliðna hvítasunnuhelgi. Um 1.800 stelpur og strákar í sjötta, sjöunda og áttunda flokki í fótbolta sýndu snilli sína á þessu fyrsta fótboltamóti sumarsins.
Mótið tókst frábærlega vel og gleðin skein úr hverju andliti.
Úthlutun úr Samfélagssjóði VÍS
VÍS leggur áherslu á að stuðla að öryggi í samfélaginu með öflugri forvarnafræðslu. Samfélagssjóður VÍS hefur verið starfræktur með það að markmiði að styðja við ýmis verkefni sem tengjast forvörnum og hefur verið úthlutað úr sjóðnum tvisvar á ári.
VÍS í vísitölu hlutabréfa
VÍS og TM eru ný félög inní hlutabréfavísitöluna OMX Iceland 10 í Kauphöllinni og koma í staðinn fyrir Brim og Haga.
OMX Iceland 10 er Úrvalsvísitala í Kauphöllinni (Nasdaq Iceland) og er samsett af þeim tíu félögum sem hafa mestan seljanleika á Nasdaq Iceland.
VÍS er fyrirmyndarfyrirtæki
Við erum stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og nafnbótina ,,Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum“ ─ en nýlega veittu Stjórnvísir, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland stjórnum 17 fyrirtækja viðurkenninguna og nafnbótina.
Fækkum bílslysum
Ökuvísir er byltingarkennd nýjung hér á landi, en slík tækni er vel þekkt erlendis. Ökuvísir er ný leið í tryggingum þar sem verðlaunað er fyrir öruggan akstur og minnka þar með líkur á slysum. Ökuvísir veitir þér endurgjöf á aksturinn í gegnum app. Með öruggum akstri geta viðskiptavinir okkar borgað lægra verð.
Ferskir vindar um nýjan vef
Við erum stolt af nýjum og endurbættum vef VÍS. Nýir ferskir vindar hafa farið um vefinn og við erum ánægð með útkomuna.
Nú styður vefurinn betur við þær stafrænu þjónustuleiðir sem eru í boði hjá okkur. Stærsta þjónustuskrifstofan okkar er nefnilega á netinu og er opin allan sólarhringinn.
Styrkjum gott málefni
Viðskiptavinir VÍS geta nú styrkt góðgerðarfélög þegar þeir kaupa tryggingar á netinu.
VÍS hefur nú hafið samstarf við góðgerðarfélög sem felst í því að viðskiptavinir félagsins geta styrkt góð málefni þegar þeir kaupa líf- og sjúkdómatryggingar á netinu. Valið stendur á milli þriggja góðgerðarfélaga: Krafts, Hjartaheilla og MS-félagsins.
Tryggjum öryggi okkar allra
Ljóst er þriðja bylgja kórónuveirufaraldursins fer kröftuglega af stað því talsverð aukning hefur verið á COVID-19 smitum undanfarna daga. Faraldurinn snertir okkur öll og þar erum við engin undantekning. Smit hafa komið upp í starfsmannahópnum okkar í höfuðstöðvunum í Reykjavík og því höfum við gripið til ítrustu varúðarráðstafana til þess að hefta útbreiðslu smita. Til að tryggja öryggi viðskiptavina og starfsmanna okkar ─ munum við loka þjónustuskrifstofum tímabundið, frá og með mánudeginum 21. september.
Stuðla að sjálfbærri uppbyggingu
Í dag undirrituðu Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, fyrir hönd ríkisstjórnarinnar og aðilar sem fara fyrir hátt í 80% af eignum á íslenskum fjármálamarkaði Viljayfirlýsingu um fjárfestingar í þágu sjálfbærrar uppbyggingar. Forsætisráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð og sjálfbærni, Samtök fjármálafyrirtækja (SFF) og Landssamtök lífeyrissjóða (LL) unnu að mótun hennar í víðtæku samráði við fulltrúa helstu aðila á fjármálamarkaði.
„Við erum ótrúlega þakklát fyrir þetta frábæra framtak“
– segir Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, en viðskiptavinir VÍS hafa safnað sex milljónum króna sem fara í góð málefni
Við hjá VÍS styðjum heimsmarkmið númer þrjú sem beinir kastljósinu sínu að heilsu og vellíðan. Við leggjum því sérstaka áherslu á öflugar forvarnir í nánu samstarfi við viðskiptavini okkar, samfélaginu til heilla. Þess vegna hafa viðskiptavinir VÍS nú val um að styrkja góð málefni þegar þeir kaupa líf- og sjúkdómatryggingar á netinu. Valið stendur á milli þriggja góðgerðarfélaga: Krafts, Hjartaheilla og MS-félagsins.
VÍS er framúrskarandi fyrirtæki
CreditInfo hefur valið hvaða fyrirtæki skara fram úr í íslensku atvinnulífi.
Framúrskarandi fyrirtæki eiga það sameiginlegt að vera stöðug fyrirtæki sem byggja rekstur sinn á sterkum stoðum og efla hag allra.
Um helmingur notar farsímann undir stýri
Alltof algengt er að ökumenn noti farsímann undir stýri, samkvæmt nýlegri könnun sem Zenter rannsóknir framkvæmdi fyrir VÍS.
Þar kemur fram að 46% aðspurðra tala einhvern tímann í farsímann, án handfrjáls búnaðar, á meðan akstur stendur yfir. Athygli vekur að 56% aðspurðra á aldrinum 18-44 ára sögðust gera það sjaldan, stundum, oft eða alltaf.
Yfir Laugardalsvöll endilangan ef þú rétt kíkir á símann
Mikil hætta stafar af því þegar ökumenn eru ekki með fulla athygli við aksturinn.
Alltof algengt er að ökumenn noti farsímann undir stýri, samkvæmt nýlegri könnun sem var framkvæmd fyrir VÍS. Ágúst Mogensen, sem er sérfræðingur í forvörnum og sérhæfir sig í umferðaröryggismálum, segir að mikil hætta stafi af því þegar ökumenn eru ekki með fulla athygli við aksturinn.
Fimm vatnstjón á dag
Til okkar berast tilkynningar um fimm vatnstjón á dag, alla daga ársins. Helmingur tjónanna er vegna lagna en hinn út frá mistökum við notkun eða bilana í tækjum.
Margt er hægt að gera til að koma í veg fyrir tjón af þessu tagi og höfum við tekið saman tíu atriði sem gott er að hafa í huga og fylgjast með.
Borgarbúar, unga fólkið og leigjendur með miklu lakari eldvarnir
Könnun Eldvarnabandalagsins sýnir að mörg heimili fá ekki fullt hús stiga í eldvörnum og nauðsynlegt að þau geri bragarbót á því.
Eldvarnir á heimilum í Reykjavík eru mun lakari en á heimilum í nágrannasveitarfélögum og þó sérstaklega miðað við heimili utan höfuðborgarsvæðisins, samkvæmt könnun sem Gallup gerði fyrir Eldvarnabandalagið. Fjöldi reykskynjara er að meðaltali 2,8 á heimilum í höfuðborginni en 3,7 á heimilum utan höfuðborgarsvæðisins. Þá er mun algengara að enginn eða aðeins einn reykskynjari sé á heimilum í Reykjavík en utan höfuðborgarsvæðisins.
Fallslys algengustu vinnuslysin
Á hverju einasta ári berast um 7.700 tilkynningar um vinnuslys til slysaskrár Landlæknisembættisins. Þetta eru tæplega 5.700 (5.691) tilkynningar um vinnuslys ─ og rúmlega 2.000 (2.014) tilkynningar um slys á börnum á skólatíma. Þetta þýðir að meðaltali eru 16 vinnuslys á dag, alla daga ársins. Algengustu vinnuslysin eru fallslys, t.d. fall úr hæð án fallvarnarbúnaðar og fall um fyrirstöðu í gangvegi. Helstu banaslysin á meðal vinnuslysa ─ eru fallslys.
Jafnrétti er ákvörðun
Nýlega veitti Félag kvenna í atvinnulífinu (FKA) okkur gullmerki Jafnvægisvogarinnar. Þetta er í annað sinn sem VÍS hlýtur viðurkenninguna.
Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni en markmiðið er að árið 2027 verði hlutfallið á milli kynja 40/60 í framkvæmdastjórnum fyrirtækja á Íslandi.
Alheimsfaraldurinn hafði veruleg áhrif á þjónustuna á árinu. Til þess að tryggja öryggi viðskiptavina okkar og starfsmanna höfðum við þjónustuskrifstofurnar lokaðar stærstan hluta ársins. Við lögðum því alla áherslu á að veita framúrskarandi stafræna þjónustu og kom sér vel að síðustu tvö ár höfum við sett mikinn þunga í okkar stafrænu vegferð og náðum þess vegna að halda uppi háu þjónustustigi.
Til þess að gera okkur kleift að gera enn betur í þjónustu, fjárfestum við í lok ársins í CRM kerfi sem hjálpar fyrirtækjum að halda utan um viðskiptasambandið og bæta upplifun viðskiptavina.