Hoppa yfir valmynd

Með þarfir viðskipta­vina að leið­ar­ljósi

Enginn býst við því að missa heilsuna eða lenda í slysi en staðreyndin er sú að allir geta lent í því. Öll getum við líka gert mistök í umferðinni eða lent í aðstæðum sem leiða til tjóns. Því er mikilvægt að vera með tryggingar sem veita góða vernd. Við viljum veita framúrskarandi þjónustu — og veita góða ráðgjöf til fyrirtækja og einstaklinga um tryggingar sem veita góða og rétta vernd. Við viljum einnig vinna náið með viðskiptavinum okkar til þess að fækka tjónum — samfélaginu til heilla. Hlutverk okkar er að vera traust bakland í óvissu lífsins.

Látum öryggið passa

Komum í veg fyrir tjónin

Við viljum vinna náið með viðskiptavinum okkar til þess að koma í veg fyrir tjón. Þess vegna sinnum við öflugu forvarnarstarfi, með einstaklingum og fyrirtækjum. Öllum fyrirtækjum býðst forvarnaþjónusta af einhverju tagi og heldur VÍS Forvarnaráðstefnu á hverju ári.

Stórum fyrirtækjum í langtímaviðskiptum er boðið upp á forvarnasamning sérsniðinn að þörfum fyrirtækisins. Reynslan sýnir að það leiðir til raunverulegs árangurs við að fækka tjónum og slysum og um leið fjárhagslegs ávinnings fyrir fyrirtækin. Þegar viðskiptastjórar fyrirtækja fara í heimsóknir er í boði að fá framkvæmt stöðumat forvarna hjá fyrirtækinu. Það veitir stjórnendum góða sýn yfir stöðu öryggismála og forvarna í starfseminni. VÍS hefur þá sérstöðu að geta boðið fyrirtækjum aðgang að atvikaskráningarkerfinu ATVIK sem er mikilvægt verkfæri til að halda utan um áhættur í starfseminni sem meðal annars auðveldar yfirsýn og úrbætur.

Upplifun viðskiptavina skiptir okkur öllu máli

Öllu máli skiptir hvernig viðskiptavinir okkar upplifa þjónustuna. Við viljum sífellt bæta upplifun þeirra og ánægju. Þess vegna spyrjum við og mælum reglulega hvernig viðskiptavinir okkar upplifa þjónustuna. Við hlustum, því við viljum alltaf gera betur. Þarfir viðskiptavinarins er leiðarljósið í öllu okkar starfi.

Tryggingar geta virst flóknar við fyrstu sýn — og því höfum við lagt allt kapp á að einfalda skilmála til þess að gera tryggingar aðgengilegri. Einnig höfum við lagt mikla áherslu á að gera verðskrár gagnsærri. Á síðasta ári lögðum við mikla áherslu á að bæta upplifun viðskiptavina okkar og sáum merki þess að við erum á réttri leið þar sem við urðum hástökkvarar í Íslensku ánægjuvoginni — þó enn sé langt í toppinn. Niðurstaðan í heild brýnir okkur í að mæta væntingum viðskiptavina okkar enn betur. Við stigum því þétt skref á síðasta ári til þess að bæta okkur og skerpa. Við hófum innleiðingu á CRM kerfi til þess að hjálpa okkur að halda utan um viðskiptasambandið. Við leggjum mikla áherslu á veita framúrskarandi þjónustu en við getum ekki mætt þörfum viðskiptavina okkar nema þekkja væntingar þeirra og þarfir. CRM kerfið mun hjálpa okkur að bæta upplifun viðskiptavina okkar, fylgjast betur með ánægju þeirra, bregðast við ábendingum og halda betur utan um samskiptin — til þess að þekkja þá betur og byggja undir traust viðskiptasamband sem mun auðvelda okkur að sýna frumkvæði, mæta þörfum þeirra og auka ánægju. Við viljum líka verðlauna tryggð í auknum mæli — því við kunnum að meta traust og gott viðskiptasamband til lengri tíma. Það er grunnur að farsælu samstarfi.

Við lögðum allt kapp á að bæta upplifun viðskiptavina okkar á síðasta ári. Við innleiddum CRM kerfi til þess að halda vel utan um samskiptin við viðskiptavini okkar. Við viljum bjóða upp á framúrskarandi þjónustu — með þarfir viðskiptavina okkar að leiðarljósi. Öllu máli skiptir að upplifun viðskiptavina okkar sé framúrskarandi — sama hvaða þjónustuleið hann velur. Þetta er vegferð og við trúum því að við séum að taka mikilvæg skref — í rétta átt. Ég hlakka til að halda áfram þeirri vegferð.

Framkvæmdastjóri þjónustu

Meira áhugavert efni

Ár nýsköpunar

Við færðumst nær framtíðarsýninni að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækki tjónum.

Lesa meira

Starfsemin

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með um þriðjungs hlutdeild.

Lesa meira

Sjálfbærni

Sjálfbærni skiptir okkur öllu máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2021 var 7,7 milljarðar — en var 1,8 milljarðar árið á undan. Undirliggjandi tryggingarekstur ársins var góður meðal annars vegna áhrifa af alheimsfaraldrinum. Samsett hlutfall ársins var 97,1% borið saman við 109,8% árið á undan. Arðsemi eigin fjár var 40,9% — en var 12% árið 2020.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Þrátt fyrir að árið 2021 hafi verið sérstakt ár og kórónuveirufaraldurinn hafi haldið áfram að setja sitt mark á samfélagið var það gott ár í starfsemi VÍS.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Metár var í afkomu Vátryggingafélags Íslands hf. en hagnaður félagsins nam 7.684 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár félagsins yfir 40%.

Lesa meira

Stafræn þróun

Stafræn þróun var á fullri ferð á árinu 2021. Við unnum þrekvirki með Ökuvísi, umbyltum kaupferli líf-og sjúkdómatrygginga, sýndum fram á að öryggisvörur gætu verið smart og ættu að vera sýnilegar.

Lesa meira

Kjarnastarfsemi

Rými skapaðist til þess að endurmeta lykilferla og mælikvarða félagsins. Við tókum því meðal annars upp stefnumiðaða stjórnun (e. OKR) — sem hefur skerpt okkur og samstillt.

Lesa meira

Mannauður

Þrátt fyrir krefjandi ár þá hélst starfsandinn góður yfir árið — af því erum við stolt. Við erum á stafrænni vegferð og það kallar á breytta samsetningu starfsmannahópsins.

Lesa meira