Hoppa yfir valmynd

Sjálf­bærni skiptir máli

Sjálfbærni skiptir okkur öllu máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Sjálfbærni er samofin öllum rekstri fyrirtækisins — enda tökum við skyldur okkar gagnvart samfélaginu og umhverfi okkar alvarlega.

VÍS styður heims­markmið Sameinuðu þjóð­anna

VÍS tekur þátt í innlendu og alþjóðlegu samstarfi sem kallar á skuldbindingar í sjálfbærni. VÍS er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð. Við erum einnig aðilar að IcelandSIF, samtökum um ábyrgar fjárfestingar sem og UN-PRI, reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar. Við erum einnig aðilar Jafnréttissáttmála UN Women (e. UN Women´s empowerment principles). VÍS er einnig aðili að UN Global Compact, alþjóðlegum sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hafður er að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta. Með þátttökunni skuldbindur félagið sig til þess að vinna að tíu grundvallarmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna um sjálfbærni og styðja helstu markmið þeirra.

Við styðjum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna og nýtum þau sem leiðarljós í öllum okkar störfum. Frekari umfjöllun um valin heimsmarkmið má finna í sjálfbærnistefnu okkar. Við styðjum sérstaklega eftirfarandi markmið:

VÍS styður heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Sjálfbærni er samofin rekstrinum

Hvað áorkaðist á árinu 2021

Á síðasta ári tókum við mikilvæg skref í sjálfbærni. Við kolefnisjöfnuðum reksturinn með vottuðum kolefniseiningum frá Natural Capital partners og styðjum þar með alþjóðleg verkefni sem ríma við valin heimsmarkmið. Við settum okkur jafnframt metnaðarfull markmið til framtíðar, þar á meðal að minnka losun frá rekstri félagsins um 50% fyrir árið 2025. Við komum jafnframt auga á það sem skiptir máli með því að framkvæma mikilvægisgreiningu.

Við héldum því áfram að leggja áherslu á að sjálfbærni væri samofin öllum rekstri félagsins. Við uppfærðum sjálfbærnistefnuna — með skýrari markmiðum til framtíðar. Við unnum því með markvissum hætti að markmiðum sjálfbærnistefnunnar með góðum árangri. Við endurskoðuðum einnig valið á þeim heimsmarkmiðin sem við viljum setja í forgang í starfsemi okkar.

Af hverju skiptir þetta máli?

Saman þurfum við að undirbúa samfélagið undir þær áskoranir sem felast í framtíðinni. Hver einasti einstaklingur skiptir máli — ekki síst í baráttunni við hamfarahlýnun. Við verðum að draga úr losun og auka kolefnisbindingu úr andrúmsloftinu. Losun er mikil frá samgöngum — en þar eru mikil tækifæri til þess að hafa áhrif. Við viljum hafa jákvæð áhrif á viðskiptavini okkar og reynum eftir fremsta megni að bjóða upp á tryggingar sem hvetja til sjálfbærari lífsstíls.

Betri akstur þýðir minni losun

Við kynntum Ökuvísi til sögunnar í upphafi árs en hugmyndin er að fækka umferðarslysum á Íslandi. Viðskiptavinum félagsins er verðlaunað fyrir góðan og lítinn akstur með lægri iðgjöldum. Ökuvísir er eina bílatryggingin á Íslandi þar sem einungis tveir þættir hafa áhrif á verðið, þ.e. hvernig þú keyrir (aksturseinkunn) og hversu mikið þú keyrir. Hægt er að draga úr losun með góðu aksturslagi, þ.e. jafnari akstur, minni bremsun og hröðun — líkt og lagt er áherslu á í aksturseinkunn Ökuvísis.

Minni og betri akstur dregur ekki einungis úr losun gróðurhúsalofttegunda heldur dregur hann einnig úr eftirfarandi neikvæðum umhverfisáhrifum frá samgöngum á borð við staðbundna loftmengun (svifryksmengun), þynningu ósonlagsins, þrávirkra lífrænna efna, hávaðamengun, svifryksmengun, viðhaldi vega og bifreiða og umferðarslys.

Þessi tækni er vel þekkt erlendis og þar sýnir reynsla að tjónum fækkar allt að að 20% hjá þeim sem nota slíka tækni. Við styðjum heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna — sérstaklega heimsmarkmið þrjú sem snýr að heilsu og vellíðan en þar beinum við spjótum okkar að forvörnum. Undirmarkmið 3.6 fjallar um að fækka banaslysum í umferðinni. Með Ökuvísi og í samvinnu við viðskiptavini okkar höfum við fulla trú á því að það takist að fækka bílslysum á Íslandi. Þess ber að geta að meirihluti viðskiptavina okkar með Ökuvísi hafa stórbætt akstur sinn. Betri akstur þýðir færri tjón — og færri slys. Við erum stolt af þessu framlagi okkar til samfélagsins — því öruggt umhverfi skapar betra samfélag.

Framlag okkar til hringrásarhagkerfisins

Við viljum einnig hjálpa viðskiptavinum okkar að velja umhverfisvænni kosti. Við erum lögð af stað í sjálfbæra vegferð og viljum auka umhverfisvægi í bílaviðgerðum. Við viljum leggja okkar að mörkum til hringrásarhagkerfisins, til dæmis með því að auka hlutfall notaðra varahluta, þegar það á við. Þess ber að geta að umfang okkar til hringrásarhagkerfisins er umtalsvert — en undanfarin 20 ár höfum við selt um 1000 tjónaðra bíla á ári. Bílarnir eru ýmist lagfærðir eða bútaðir í sundur til þess að gefa varahlutunum framhaldslíf.

Við viljum tryggja öryggi upplýsinga

Vegna þess að við erum á stafrænni vegferð og framtíðarsýnin er að verða stafrænt þjónustufyrirtæki — þá þurfum við huga vel að stafrænu öryggi. Á árinu 2021 hófst undirbúningur að innleiðingu ISO 27001 um upplýsingaöryggi — en gert er ráð fyrir að innleiðingin klárist á fullu á árinu 2022. Við kappkostum að auka sjálfvirkni og stafrænar lausnir fyrir viðskiptavini okkar, til dæmis við tilkynningu tjóna og í útgreiðslu þeirra. Til þess að tryggja öryggi gagna leggjum við áherslu á að loka gömlum kerfum, gagnagrunnum og lausnum eins fljótt og auðið er.

Þetta skiptir okkur máli

Við leggjum ríka áherslu á heilbrigða og góða vinnustaðamenningu — og öfluga ferla sem taka á erfiðum málum. Þetta skiptir okkur máli og við viljum vanda okkur. Í jafnréttis- og jafnlaunastefnu VÍS kemur skýrt fram að VÍS er vinnustaður þar sem kynbundin- kynferðisleg áreitni, ofbeldi eða einelti líðst ekki. Hjá VÍS er skýr farvegur í málefnum er snúa að einelti og kynferðislegri áreitni þar sem starfsfólki er gerð skýr grein fyrir boðleiðum og framvindu slíkra mála. Hjá VÍS er litið svo á að það sé sameiginlegt verkefni alls starfsfólks að fylgja eftir jafnréttis- og jafnlaunastefnu félagsins. Hver og einn einstaklingur verður að gæta þess að sýna virðingu, hreinskiptni og nærgætni í samskiptum sínum við aðra. Einnig er það ábyrgð hvers starfsmanns að vera vakandi fyrir umhverfi sínu og siðferðisleg skylda hans að bregðast við verði hann vitni að því sem gæti talist EKKO mál (EKKO er stytting á Einelti, Kynferðisleg áreitni, Kynbundin áreitni og Ofbeldi). Þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir vegna alheimsfaraldursins sýndi vinnustaðagreining, sem Gallup framkvæmdi fyrir félagið á síðasta ári, að starfsfólk er mjög ánægt og helgað í starfi. Þetta eru í raun bestu niðurstöður vinnustaðagreiningar frá upphafi mælinga hjá VÍS.

Sjálfbærniuppgjör

Umhverfi

VÍS leggur áherslu á að halda neikvæðum umhverfisáhrifum af starfsemi sinni í lágmarki og stuðla að því að umhverfissjónarmið séu höfð að leiðarljósi í tengslum við alla starfsemi félagsins. Með því viljum við ná að minnka notkun auðlinda og losun gróðurhúsalofttegunda.

Helstu losunarvaldar gróðurhúsalofttegunda í rekstri VÍS eru vegna keyptra aðfanga, flugferða og ferða starfsfólks til og frá vinnu, ásamt losun frá bifreiðum á vegum félagsins. Þá má áætla að töluverð óbein losun eigi sér stað vegna trygginga og fjárfestinga félagsins og er VÍS meðvitað um það. Í dag er verið að þróa alþjóðlega samræmda aðferðarfræði til að meta slíka óbeina losun og mun VÍS fylgjast með þeirri þróun. Losunarkræfni sýnir losun gróðurhúsalofttegunda frá félaginu miðað við helstu stærðir í rekstri VÍS.

Losun gróðurhúsalofttegunda jókst um 38% milli ára. Hækkunina má rekja til keyptra aðfanga en töluvert var uppfært af tölvum og skjám vegna aukningar á heimavinnu starfsfólks og þörf á betri búnaði. Losun vegna ferða starfsfólks í og úr vinnu jókst um 16% en losun vegna flugferða stóð nánast í stað. Þetta er í takt við markmið okkar um að minnka losun frá rekstri félagsins um 50% fyrir árið 2025. En gert var ráð fyrir að losun myndi aukast eftir að samfélagið færi aftur af stað eftir heimsfaraldurinn, áður en markmið um minnkun myndi nást. Þegar litið er til losunarkræfni, má sjá að losun miðað við tekjur jókst um 22%.

Á árinu 2021 var Ökuvísir kynntur til sögunnar sem er ný tryggingaleið og hvetur viðskiptavini félagsins til að keyra bæði minna og betur — og minnka þar með losun gróðurhúsalofttegunda. Við settum okkur metnaðarfull markmið til framtíðar, þar á meðal að minnka losun frá rekstri félagsins um 50% fyrir árið 2025.

Félagslegir þættir

Það er stefna félagsins að hafa jákvæð áhrif á samfélag sitt. Við leggjum ríka áherslu á mannréttindi viðskiptavina og samstarfsaðila í samræmi við Mannréttindasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Verði birgi eða samstarfsaðili uppvís að mannréttindabrotum, áskilur félagið sér rétt til að slíta viðkomandi viðskiptasambandi.

Við náðum þeim mikilvæga áfanga á árinu 2021 að útrýma launamun kynjanna hjá félaginu. Allt frá því að við settum jafnréttismálin á oddinn fyrir tæpum 20 árum hafa margir áfangasigrar unnist. Við vorum í hópi þeirra fyrirtækja sem fyrst fengu jafnlaunavottun í lok árs 2017 — og í samræmi við vottunina hefur launamunur verið óverulegur og innan viðmiðunarmarka. Nú höfum við náð þeim mikilvæga áfanga að ekki mælist launamunur hjá félaginu.

Megináherslur félagsins í styrkveitingum eru verkefni sem hafa forvarnalegt gildi. Forvarnir eru samofnar sögu og sjálfsmynd félagsins, eru hluti af fyrirtækjamenningunni og mikilvægur hlekkur í starfsemi þess. Forvarnastarfið hefur þann tilgang að fækka slysum meðal viðskiptavina og í samfélaginu í heild. Við leggjum áherslu á að hvetja til nýsköpunar í forvörnum. Með Nýsköpunarsjóði okkar styrkjum við verkefni er snúa að nýsköpun og þróun stafrænna forvarnaverkefna.

Félagið hefur sett sér metnaðarfulla mannauðs- og vinnuverndarstefnu. Tilgangur þeirra er m.a. að tryggja öryggi og góða heilsu starfsfólks. Við erum stolt af því að niðurstöður vinnustaðagreiningar voru þær bestu frá upphafi mælinga hjá VÍS.

Stjórnarhættir

Hjá félaginu er lögð rík áhersla á að öll ferli og vinnubrögð samræmist alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.

Allt starfsfólk félagsins undirrita siðasáttmála og staðfesta með því ætlun sína að framfylgja honum. Siðasáttmáli félagsins endurspeglar hvernig starfsfólk haga samskiptum við viðskiptavini, samstarfsfólk, eftirlitsstofnanir, hluthafa, samkeppnisaðila og samfélagið allt. Með því að framfylgja siðasáttmálanum gætir starfsfólk að orðspori félagsins, stuðla að farsælum rekstri og ýtir undir hlutverk vátrygginga í samfélaginu.

Við höfum innleiðingu ISO 27001 um upplýsingaöryggi og sem og framkvæmdum hagaðilagreiningu. Við urðum fyrsta tryggingafélagið til þess að verða aðili að UN-PRI, reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar. Við erum stolt af því.

Stjórn­ar­hátta­yf­ir­lýsing

Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að ábyrgri stjórnun og vandaðri ákvarðanatöku og stuðla að traustum samskiptum milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagaðila. Stjórnarhættir VÍS snúast um að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda félagsins innbyrðis, og gagnvart hluthöfum, og auðvelda þeim þannig að ná markmiðum sínum.

Hjá VÍS er lögð rík áhersla á að þróa stöðugt og styrkja góða stjórnarhætti innan félagsins, og að ferli og vinnubrögð samræmist alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.

Stjórnarháttayfirlýsing 2021
Stjórnarháttayfirlýsing

Meira áhugavert efni

Ár nýsköpunar

Við færðumst nær framtíðarsýninni að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækki tjónum.

Lesa meira

Starfsemin

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með um þriðjungs hlutdeild.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2021 var 7,7 milljarðar — en var 1,8 milljarðar árið á undan. Undirliggjandi tryggingarekstur ársins var góður meðal annars vegna áhrifa af alheimsfaraldrinum. Samsett hlutfall ársins var 97,1% borið saman við 109,8% árið á undan. Arðsemi eigin fjár var 40,9% — en var 12% árið 2020.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Metár var í afkomu Vátryggingafélags Íslands hf. en hagnaður félagsins nam 7.684 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár félagsins yfir 40%.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Þrátt fyrir að árið 2021 hafi verið sérstakt ár og kórónuveirufaraldurinn hafi haldið áfram að setja sitt mark á samfélagið var það gott ár í starfsemi VÍS.

Lesa meira

Stafræn þróun

Stafræn þróun var á fullri ferð á árinu 2021. Við unnum þrekvirki með Ökuvísi, umbyltum kaupferli líf-og sjúkdómatrygginga, sýndum fram á að öryggisvörur gætu verið smart og ættu að vera sýnilegar.

Lesa meira

Kjarnastarfsemi

Rými skapaðist til þess að endurmeta lykilferla og mælikvarða félagsins. Við tókum því meðal annars upp stefnumiðaða stjórnun (e. OKR) — sem hefur skerpt okkur og samstillt.

Lesa meira

Þjónusta

Við lögðum allt kapp á að bæta upplifun viðskiptavina okkar á síðasta ári. Við innleiddum CRM kerfi til þess að halda vel utan um samskiptin við viðskiptavini okkar.

Lesa meira

Mannauður

Þrátt fyrir krefjandi ár þá hélst starfsandinn góður yfir árið — af því erum við stolt. Við erum á stafrænni vegferð og það kallar á breytta samsetningu starfsmannahópsins.

Lesa meira