Mannauður
Jafnrétti er ákvörðun
Þrátt fyrir krefjandi aðstæður sem sköpuðust vegna alheimsfaraldursins á síðasta ári gekk starfsemin vonum framar.
Við höfum til margra ára lagt áherslu á að starfsfólk okkar séu gott í að takast á við breytingar og aðlagast. Að við séum „snörp og skörp“ sem þýðir að við erum fljót að tileinka okkur nýjungar, sýnum sveigjanleika og umfram allt hugsum í lausnum. Starfsfólk gerði það svo sannarlega í þessum krefjandi aðstæðum sem meðal annars fólu í sér mikla heimavinnu. Þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir á síðasta ári sýndi vinnustaðagreining, sem Gallup framkvæmdi fyrir okkur, að starfsfólk er mjög ánægt og helgað í starfi. Þetta eru í raun bestu niðurstöður vinnustaðagreiningar frá upphafi mælinga hjá VÍS!
Helgað starfsfólk er virkt, vinnur að ástríðu og leggur sig fram. Því fleira starfsfólk sem er helgað, því jákvæðari áhrif hefur það á vinnustaðnum. Það skilar sér í ánægju viðskiptavina, minni fjarvistum, betri gæðum og afköstum. Mestu áhrifin eru þó að starfsfólk upplifir vellíðan og að það vaxi og dafni þegar helgun er til staðar. Þetta er því ekki bara mjög ánægjuleg niðurstaða, heldur mikilvæg.