Hoppa yfir valmynd

Skýr markmið til fram­tíðar

Hlutverk okkar sem tryggingafélag er að vera traust bakland í óvissu lífsins. Við viljum hjálpa viðskiptavinum okkar að velja viðeigandi tryggingavernd svo þeir séu betur undirbúnir fyrir lífsins ólgusjó. Við greiddum viðskiptavinum okkar 17 milljarða í tjónabætur á síðasta ári. Þetta voru 34.000 tjón — sem er fækkun um 2,4% í samanburði við árið á undan. Iðgjöldin námu 23.041 milljörðum og nam vöxtur þeirra 2,4% á árinu. Þess má geta að við leggjum höfuðáherslu á arðsemi umfram vöxt iðgjalda — og vöxtur arðvænlegustu viðskiptavina jókst um 5% á síðasta ári.

Afkoma ársins 2021 var 7,7 milljarðar — en var 1,8 milljarðar árið á undan. Undirliggjandi tryggingarekstur ársins var góður, meðal annars vegna áhrifa af alheimsfaraldrinum, sem gerði okkur kleift að styrkja tjónaskuld félagsins enn frekar og færa niður óefnislegar eignir, á sama tíma og við náðum markmiðum okkar. Samsett hlutfall ársins var jafnframt í lægsta bili útgefinnar afkomuspár. Samsett hlutfall ársins 97,1,% borið saman við 109,8% árið á undan.

Viðsnúningur í afkomu félagsins

Það sem bar einna hæst á árinu 2021 er viðsnúningur í afkomu félagsins í samanburði við árið á undan. Árið 2020 litaðist af mikilli leiðréttingu tjónaskuldar sem hafði veruleg áhrif á samsett hlutfall þess árs. Leiðrétting tjónaskuldar var umfangsmikil vinna sem kláraðist á árinu 2021 — en þess má geta að á 18 mánaða tímabili hækkaði tjónaskuldin um rúma þrjá milljarða. Framvegis er gert ráð fyrir við eðlilegum matsbreytingum sem koma til vegna tjónaþróunar hverju sinni.

Hagnaður ársins

7.684
milljónir króna

Arðsemi eigin fjár

%

Eiginfjárhlutfall

%

Ávöxtun fjáreigna

%

Iðgjöld ársins

23.041
milljónir króna

Samsett hlutfall

%

Skýr framtíðarsýn

Síðasta ár mótaðist einkum af enn skarpari sýn og styrkingu innviða félagsins. Við tókum upp stefnumiðaða stjórnun (e. OKR) á síðasta ári sem byggir á aðkomu og innsýn allra stjórnenda — og mótuðum nýja lykilmælikvarða fyrir félagið. Vegferðin og markmiðin eru því skýr.

Við lögðum mikla vinnu á síðasta ári í að gera verðskrár trygginga gagnsærri — og má þar helst nefna bruna- og húseigendatryggingar og Ökuvísi sem er nýr valkostur í ökutækjatryggingum hér á landi. Við endurbættum kaskótrygginguna til muna. Hún er nú með þá víðtækustu vernd sem völ er á hér landi. Við jukum sjálfvirkni í útgáfu og niðurfellingu ökutækja. Við innleiddum fyrst allra á Íslandi skoðunar- og matskerfið MEPS, sem er samskonar kerfi og CAPAS, sem notað hefur verið fyrir ökutækjatjón um árabil. Kerfið veitir okkur betri yfirsýn yfir stöðu eignatjóna og einfaldar okkur að samræma verklag og mat á tjónakostnaði. Mikilvægur áfangi náðist þegar nýr uppboðsvefur fyrir sölu á tjónamunum, þá aðallega tjónabílum, leit dagsins ljós. Uppboðsvefurinn einfaldar alla vinnslu — sem og samskipti við viðskiptavini.

Rými skapaðist til þess að endurmeta lykilferla og mælikvarða félagsins. Við tókum því meðal annars upp stefnumiðaða stjórnun (e. OKR) — sem hefur skerpt okkur og samstillt. Við erum með skýra sýn og vitum hvert við stefnum. Ég hlakka til vegferðarinnar sem er framundan.

Framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi

Meira áhugavert efni

Ár nýsköpunar

Við færðumst nær framtíðarsýninni að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækki tjónum.

Lesa meira

Starfsemin

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með um þriðjungs hlutdeild.

Lesa meira

Sjálfbærni

Sjálfbærni skiptir okkur öllu máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2021 var 7,7 milljarðar — en var 1,8 milljarðar árið á undan. Undirliggjandi tryggingarekstur ársins var góður meðal annars vegna áhrifa af alheimsfaraldrinum. Samsett hlutfall ársins var 97,1% borið saman við 109,8% árið á undan. Arðsemi eigin fjár var 40,9% — en var 12% árið 2020.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Þrátt fyrir að árið 2021 hafi verið sérstakt ár og kórónuveirufaraldurinn hafi haldið áfram að setja sitt mark á samfélagið var það gott ár í starfsemi VÍS.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Metár var í afkomu Vátryggingafélags Íslands hf. en hagnaður félagsins nam 7.684 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár félagsins yfir 40%.

Lesa meira

Stafræn þróun

Stafræn þróun var á fullri ferð á árinu 2021. Við unnum þrekvirki með Ökuvísi, umbyltum kaupferli líf-og sjúkdómatrygginga, sýndum fram á að öryggisvörur gætu verið smart og ættu að vera sýnilegar.

Lesa meira

Þjónusta

Við lögðum allt kapp á að bæta upplifun viðskiptavina okkar á síðasta ári. Við innleiddum CRM kerfi til þess að halda vel utan um samskiptin við viðskiptavini okkar.

Lesa meira

Mannauður

Þrátt fyrir krefjandi ár þá hélst starfsandinn góður yfir árið — af því erum við stolt. Við erum á stafrænni vegferð og það kallar á breytta samsetningu starfsmannahópsins.

Lesa meira