Hoppa yfir valmynd

Ár nýsköp­unar

Þrátt fyrir fjölbreyttar áskoranir vegna heimsfaraldursins þá náðum við góðum árangri á árinu 2021.

Við færðumst nær framtíðarsýninni að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækkar tjónum.

Við kynntum fjöldamargar nýjungar til sögunnar á árinu — meðal annars Ökuvísi sem er byltingarkennd nýjung í ökutækjatryggingum. Við hlutum alþjóðlegar viðurkenningar fyrir stafræna vegferð okkar og náðum að útrýma launamun kynjanna. Við vorum því á fullri ferð á árinu 2021!

Helstu fréttir ársins

janúar 28.01.2021

Keppt um VÍS BIKAR­INN!

Í upphafi árs var tilkynnt um að VÍS væri nýr bakhjarl Körfuboltaknattleikssambands Íslands (KKÍ).

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, var ánægður með samstarfið.

„Við erum stolt af samstarfinu og höfum mikla trú á starfi KKÍ sem hefur unnið ötullega að því að auka vinsældir þessarar frábæru íþróttar síðustu ár. Iðkendum hefur fjölgað einna mest í körfubolta og er nú næst stærsta boltaíþróttin á eftir fótbolta.“

mars 05.03.2021

Ökuvísir kynntur til leiks

Í mars kynntum til sögunnar Ökuvísi sem er byltingarkennd nýjung. Markmiðið er skýrt — að fækka bílslysum hér á landi.

Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS, segir að markmiðið með Ökuvísi sé skýrt.

„Í upphafi faraldursins fóru tryggingafélög víða um heim að endurgreiða ökutækjatryggingar í ljósi þess að umferð minnkaði verulega og þar með voru færri umferðaróhöpp. Þetta ýtti við okkur að hugsa hlutina upp á nýtt — og þá með sjálfbærum hætti. Hvernig væri hægt að hvetja viðskiptavini okkar til öruggara aksturslags og fækka bílslysum á sama tíma? Og ef viðskiptavinir okkar keyrðu minna — hvernig væri hægt að umbuna fyrir það? Afraksturinn er Ökuvísir.

mars 25.03.2021

Birkir ráðinn fram­kvæmda­stjóri kjarna

Í mars var tilkynnt um ráðningu Birkis Jóhannssonar sem framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi hjá VÍS. Hann hóf störf 1. júní 2021.

„Ég er stoltur af því að hefja störf hjá VÍS, sem ég tel vera framsæknasta tryggingafélagið á markaðnum,“ sagði Birkir við tilefnið.

maí 21.05.2021

Lætur þú öryggið passa?

Í maí fór í loftið herferðin okkar um mikilvægi þess að hafa öryggisvörur sýnilegar og til taks.

Við þurfum nefnilega að breyta því hvernig við hugsum svona mikilvægar græjur. Þar kemur falleg hönnun til hjálpar — og færir okkur mikilvæg öryggistæki sem passa heimilið og fjölskylduna hvar og hvenær sem er.

maí 18.05.2021

„Við viljum vera til fyrir­myndar“

VÍS var eitt af fyrirmyndarfyrirtækjum VR ársins 2021. Þetta er í þriðja skiptið sem VÍS fær viðurkenningu sem Fyrirmyndarfyrirtæki VR en á síðasta ári fékk félagið jafnfram nafnbótina Fyrirtæki ársins, en þá var félagið í einu af fimm efstu sætunum.

Anna Rós Ívarsdóttir, mannauðsstjóri VÍS, var ánægð með viðurkenninguna.

„Við erum gríðarlega stolt af þessum árangri því við viljum vera til fyrirmyndar. VÍS er framúrskarandi vinnustaður og það er gott að fá staðfestingu á því."

júní 29.06.2021

Öryggi slær í gegn!

Herferðin okkar um öryggisvörur sló heldur betur í gegn — því víða voru slíkar vörur uppseldar í sumar.

Ingibjörg Reynisdóttir, innkaupastjóri hjá Fakó, segir að margir viðskiptavinir þeirra nefna auglýsinguna og vilja gjarnan gefa gjafir sem skiptir máli. ,,Við sjáum það vel hjá okkur hversu vel hefur tekist til hjá VÍS með herferðina. Pantanir hafa stóraukist og mikið af viðskiptavinum okkar vísa í auglýsinguna.“

júní 03.06.2021

„Takk fyrir að hjálpa okkur að hjálpa öðrum“

— sagði Hulda Hjálmarsdóttir, framkvæmdastjóri Krafts, en viðskiptavinir VÍS hafa nú safnað rúmum fimmtán milljónum króna sem fara í góð málefni. Viðskiptavinir VÍS gátu valið að styrkja góðgerðarfélög þegar þeir keyptu líf og sjúkdómatryggingar á netinu.

Guðmundur Óskarsson, þáverandi markaðsstjóri VÍS, var ánægður með móttökurnar hjá viðskiptavinum VÍS.

,,Við erum virkilega stolt og þakklát fyrir hversu vel viðskiptavinir okkar tóku þessu framtaki.“

júní 06.06.2021

Gjöf til íslenskra sjómanna

Á sjómannadaginn var sjómönnum færð vegleg gjöf frá VÍS því atvikaskráningarkerfið ATVIK-sjómenn var formlega afhent Rannsóknarnefnd samgönguslysa til eignar og reksturs.

Gísli Níls Einarsson, hugmyndasmiður að ATVIK-sjómenn, er stoltur af gjöfinni.

„Ég fyllist mikilli bjartsýni og stolti yfir þessari gjöf til Rannsóknarnefndar samgönguslysa og Samgöngustofu. Nú erum við að taka risastórt skref í átt til framtíðar með stafrænum forvörnum á sjó. Við erum í rauninni að taka öryggismenningu sjómanna upp á næsta stig — og fækka slysum á sjó. Við hjá VÍS erum gríðarlega stolt af því að gera lagt okkar af mörkum í öryggismálum sjómanna til framtíðar.”

júlí 23.07.2021

VÍS hlýtur alþjóðleg verð­laun fyrir Ökuvísi

VÍS hlaut erlend verðlaun fyrir eftirtektarverða nýsköpun í þjónustu og vöruþróun á meðal tryggingafélaga á Íslandi á árinu 2021. Global Banking & Finance Review® veitti verðlaunin.

„Ökuvísir er ein frumlegasta nýjung á tryggingamarkaði sem ég hef orðið vitni að. Ökuvísir hefur alla burði til þess að umbylta hefðbundnum tryggingum. Ég hlakka því til að sjá fleiri byltingarkenndar nýjungar frá VÍS í framtíðinni“ sagði Wanda Rich, ritstjóri Global Banking & Finance Review við tilefnið.

júlí 14.07.2021

Víðtæk­asta verndin hér á landi

Við gjörbyltum kaskótryggingunni í sumar — og nú bjóðum við upp á víðtækustu verndina sem völ er á hér á landi.

Kaskótryggingin tekur núna sérstaklega vel á tjónum á rafbílum. Hvort sem rafhlaða, hleðslusnúra eða bíllinn sjálfur skemmist er hann betur tryggður hjá okkur. Hjá okkur hækkar eigin áhætta ekki þótt tjón verði rafhlöðu, en sum tryggingarfélög hækka töluvert eigin áhættu í slíkum tjónum.

ágúst 20.08.2021

VÍS fær viður­kenn­ingu fyrir góða stjórn­ar­hætti

Í ágúst var 15 fyrirtækjum veitt viðurkenning fyrir góða stjórnarhætti og við erum auðvitað stolt að tilheyra þessum flotta hópi. Að auki hlutum við nafnbótina fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum — en Stjórnvísir, Viðskiptaráð Íslands, Samtök atvinnulífsins og Nasdaq Iceland standa að viðurkenningunni.

Stefán Héðinn Stefánsson, stjórnarformaður VÍS, tók á móti viðurkenningunni ásamt Sigrúnu Helgu Jóhannsdóttur yfirlögfræðingi VÍS.

ágúst 31.08.2021

Ánægðari viðskipta­vinir

Ánægja viðskiptavina okkar staðfestir að við séum á réttri leið og veitir okkur byr undir báða vængi.

Við höfum sagt frá því áður, en við ætlum að breyta því hvernig tryggingar virka. Það krefst hugrekkis og kjarks að hugsa hlutina upp á nýtt. Þess vegna erum við stolt af þeim nýjungum sem við höfum kynnt til sögunnar á árinu. Þarfir viðskiptavinanna eru nefnilega leiðarljósið í öllu okkar starfi — því við vitum að tryggingar snúast um fólk.

Tilgangur okkar er skýr — við erum traust bakland í óvissu lífsins.

október 20.10.2021

Ingi­björg Ásdís nýr mark­aðs­stjóri VÍS

Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir var ráðin í starf sölu- og markaðsstjóra VÍS. Hún hóf störf í nóvember.

„Framtíðarsýn VÍS er að verða stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækkar tjónum. Áherslur félagsins hafa verið mótaðar fyrir næstu misseri og snúa meðal annars að því að bæta upplifun viðskiptavina. Ég tel mig hafa þá þekkingu og reynslu til þess að það verði að veruleika“ sagði Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, sölu- og markaðsstjóri VÍS.

október 18.10.2021

VÍS hlýtur Jafn­væg­isvog FKA

Við hlutum Jafnvægisvog Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) í þriðja sinn í október. Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni FKA en viðurkenninguna hljóta þau fyrirtæki sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar.

„Allt frá því að við settum jafnréttismálin á oddinn fyrir tæpum 20 árum hefur hver áfangasigurinn unnist" segir Helgi Bjarnason, forstjóri VÍS.

„Nú höfum við náð þeim mikilvæga áfanga að ekki mælist launamunur hjá félaginu. Þetta er afrakstur margra ára ásetnings um að útrýma launamun kynjanna. Ég er því mjög stoltur af þessum áfanga" sagði Helgi að lokum.

nóvember 17.11.2021

OutSystems velur Ökuvísi sem nýsköpun ársins

Í nóvember hlaut VÍS alþjóðleg nýsköpunarverðlaun fyrir Ökuvísi en tæknifyrirtækið Outsystems veitti verðlaunin. Áður hafa fyrirtæki á borð við Banco Santander, bswift, Certis, Medtronic og New York Life Insurance unnið nýsköpunarverðlaun Outsystems.

„Þetta er mikil viðurkenning fyrir VÍS og mikill heiður að hljóta þessi nýsköpunarverðlaun! Við erum á stafrænni vegferð og ætlum að breyta því hvernig tryggingar virka. Við erum því þakklát fyrir þessa verðlaun — því þau staðfesta að við séum á réttri leið“ sagði Guðný Helga Herbertsdóttir, framkvæmdastjóri stafrænnar þróunar hjá VÍS.

nóvember 01.11.2021

Umbylting á líf og sjúk­dóma­trygg­ingum

Í lok árs kynntum við til sögunnar nýjar og stórbættar líf- og sjúkdómatryggingar.

Þetta er stafrænt ferli frá upphafi til enda — þar sem upplifun viðskiptavina og sjálfvirkni leika aðalhlutverk. Nú er hægt er að ganga frá kaupunum á örfáum mínútum sem auðvitað alger bylting.

nóvember 26.11.2021

VÍS tók þátt í staf­rænum mánu­degi

VÍS tók þátt í stafrænum mánudegi (e. Cyber Monday) í fyrsta sinn. Eins og áður var hægt að kaupa Ökuvísi í appinu — en þeir sem tryggðu sér Ökuvísi á stafrænum mánudegi fengu að auki 15.000 króna gjafabréf frá Íslandsbanka.

„Við erum á stafrænni vegferð og ætlum að breyta því hvernig tryggingar virka. Ökuvísir er gott dæmi um það" sagði Ingibjörg Ásdís Ragnarsdóttir, markaðsstjóri VÍS.

„Þess vegna fannst okkur kjörið að bjóða upp á stafræna vöru á stafrænum mánudegi! Við erum fullviss um að enn fleiri viðskiptavinir okkar eigi eftir að grípa tækifærið og tryggja sér ökutækjatryggingu hjá VÍS.“

desember 10.12.2021

Guðmundur Ólafsson forstöðu­maður fyrir­tækja­ráð­gjafar

Í lok árs var Guðmundur Ólafsson ráðinn forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar hjá VÍS.

„Ég hef lengi fylgst með VÍS og þeirri spennandi vegferð sem félagið er á” sagði Guðmundur Ólafsson forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar VÍS.

Meira áhugavert efni

Starfsemin

VÍS er leiðandi fyrirtæki í vátryggingum á Íslandi og nýtur sterkrar stöðu á markaðnum með um þriðjungs hlutdeild.

Lesa meira

Sjálfbærni

Sjálfbærni skiptir okkur öllu máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Hagnaður ársins 2021 var 7,7 milljarðar — en var 1,8 milljarðar árið á undan. Undirliggjandi tryggingarekstur ársins var góður meðal annars vegna áhrifa af alheimsfaraldrinum. Samsett hlutfall ársins var 97,1% borið saman við 109,8% árið á undan. Arðsemi eigin fjár var 40,9% — en var 12% árið 2020.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Þrátt fyrir að árið 2021 hafi verið sérstakt ár og kórónuveirufaraldurinn hafi haldið áfram að setja sitt mark á samfélagið var það gott ár í starfsemi VÍS.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Metár var í afkomu Vátryggingafélags Íslands hf. en hagnaður félagsins nam 7.684 milljörðum króna og arðsemi eigin fjár félagsins yfir 40%.

Lesa meira

Stafræn þróun

Stafræn þróun var á fullri ferð á árinu 2021. Við unnum þrekvirki með Ökuvísi, umbyltum kaupferli líf-og sjúkdómatrygginga, sýndum fram á að öryggisvörur gætu verið smart og ættu að vera sýnilegar.

Lesa meira

Kjarnastarfsemi

Rými skapaðist til þess að endurmeta lykilferla og mælikvarða félagsins. Við tókum því meðal annars upp stefnumiðaða stjórnun (e. OKR) — sem hefur skerpt okkur og samstillt.

Lesa meira

Þjónusta

Við lögðum allt kapp á að bæta upplifun viðskiptavina okkar á síðasta ári. Við innleiddum CRM kerfi til þess að halda vel utan um samskiptin við viðskiptavini okkar.

Lesa meira

Mannauður

Þrátt fyrir krefjandi ár þá hélst starfsandinn góður yfir árið — af því erum við stolt. Við erum á stafrænni vegferð og það kallar á breytta samsetningu starfsmannahópsins.

Lesa meira