Hoppa yfir valmynd
Auglýsingaherferð VÍS — Mættu því óvænta

Árið 2022

Árið 2022 var árið þar sem við settum alla áherslu á að vera í auknum samskiptum við viðskiptavini okkar til þess að tryggja rétta og viðeigandi vernd þeirra. Við áttum því frumkvæði að rúmlega 20.000 samskiptum við viðskiptavini okkar.

Við fórum af stað með auglýsingaherferð sem við köllum „mættu því óvænta“ en við vitum hvað lífið getur verið óútreiknanlegt. Við viljum hjálpa viðskiptavinum okkar að velja viðeigandi tryggingavernd svo þeir séu betur undirbúnir fyrir lífsins ólgusjó. Lífið getur verið fyrirsjáanlegt en stundum kemur það á óvart, tekur jafnvel óvænta beygju sem við eigum síst von á. Ef eitthvað kemur upp á, þá erum við til staðar.

Þetta var líka árið þegar Ökuvísir kom, sá og sigraði!

Helstu fréttir ársins

mars 04.03.2022

Ökuvísir hlýtur tvær tilnefn­ingar!

Við erum í skýjunum fyrir að hafa hlotið tvær tilnefningar til Íslensku vefverðlaunanna. Ökuvísir hlýtur tilnefningu sem app ársins og tæknilausn ársins!

Ökuvísir er nýr valkostur í bílatryggingum þar sem hægt er að fá aðgang að appi sem veitir virka endurgjöf um hvað megi gera betur í umferðinni. Ökuvísir er eina bílatryggingin á Íslandi þar sem  einungis tveir þættir hafa áhrif á verðið, þ.e. hvernig þú keyrir (aksturseinkunn) og hversu mikið þú keyrir.

mars 11.03.2022

Ökuvísir fær Íslensku vefverð­launin

Við erum í skýjunum yfir að Ökuvísir hafi fengið Íslensku vefverðlaunin. Ekki bara ein verðlaun heldur tvö, fyrir app ársins og tæknilausn ársins!

mars 29.03.2022

Alvotech hlýtur forvarna­verð­laun VÍS 2022

Forvarnaráðstefnu VÍS 2022 lauk nú fyrir skemmstu en ráðstefnan er sú stærsta á sínu sviði þar sem öryggismál og forvarnir fyrirtækja og stofnana eru skoðuð frá öllum hliðum.

Þrjú fyrirtæki þóttu standa upp úr í forvarnamálum á síðasta ári en það voru Alvotech, Þúsund Fjalir og Ístak.

ágúst 15.08.2022

HEY! Góða ferð

Í sumar fengum við nokkra bændur með okkur í lið og báðum þá að merkja heyrúllurnar sínar með skemmtilegum skilaboðum.

Heyrúllunum var svo komið fyrir nálægt þjóðvegi 1 til að skilaboðin næðu til sem flestra.

maí 16.05.2022

VÍS er fyrir­mynd­ar­fyr­ir­tæki

Við erum stolt af því að VÍS hafi verið valið fyrirmyndarfyrirtæki VR.

Nýlega var viðurkenningin Fyrirmyndarfyrirtæki VR afhent við hátíðlega athöfn í Hörpu. Efstu fimmtán fyrirtæki í hverjum stærðarflokki fengu viðurkenninguna og var VÍS í hópi stórra fyrirtækja.

maí 19.05.2022

Þrjú spenn­andi verk­efni hlutu styrk

Við erum stolt af því að fyrsta úthlutun Nýsköpunarsjóðs VÍS átti sér stað á dögunum.

Einu sinni á ári eru tíu milljónum úthlutað til stafrænna forvarna- og nýsköpunarverkefna. Þetta var fyrsta úthlutun sjóðsins og þrjú spennandi verkefni hlutu styrk að þessu sinni.

ágúst 26.08.2022

VÍS til fyrir­myndar

Nýlega hlaut VÍS viðurkenningu fyrir góða stjórnarhætti og hlaut um leið nafnbótina Fyrirmyndarfyrirtæki í góðum stjórnarháttum.

Þetta skiptir okkur miklu máli því við leggjum mikla áherslu á góða stjórnarhætti.

september 21.09.2022

VÍS stofnar SIV eign­a­stýr­ingu

VÍS hefur ákveðið að útvíkka starfsemi sína og bjóða upp á sjóða- og eignastýringu.

Stofnað verður nýtt dótturfélag undir starfsemina sem hlýtur nafnið SIV eignastýring. Félagið mun í framhaldi sækja um starfsleyfi til eignastýringar og rekstrar sjóða — en stefnt er að því að starfsemi félagsins hefjist um leið og starfsleyfi frá Seðlabanka Íslands liggur fyrir.

október 12.10.2022

VÍS á sýning­unni Íslenskur land­bún­aður

Sýningin Íslenskur landbúnaður 2022 var haldin í Laugardalshöllinni helgina 14.-16. október og var VÍS með bás á sýningunni.

Markmið sýningarinnar er að kynna fjölbreytni í landbúnaði og hreinleika íslenskrar matvælaframleiðslu.

október 13.10.2022

VÍS hlýtur Jafn­væg­isvog FKA í fjórða sinn!

Við erum virkilega stolt af því að hafa hlotið viðurkenningu Jafnvægisvogar FKA í fjórða sinn á dögunum.

Jafnvægisvogin er hreyfiaflsverkefni FKA en viðurkenninguna hljóta þau fyrirtæki sem hafa náð að jafna hlutfall kynja í efsta lagi stjórnunar. Við erum því gríðarlega stolt af því að hafa hlotið viðurkenninguna þrisvar. Við styðjum heimsmarkmið fimm sem fjallar um jafnrétti kynjanna og því leggjum við mikla áherslu á málaflokkinn.

nóvember 07.11.2022

Vátrygg­inga­fé­lögin styrkja hjarta­deild Land­spítala

Samtök fjármálafyrirtækja, fyrir hönd vátryggingafélaganna Sjóvár, TM, VÍS og Varðar, munu styrkja hjartadeild Landspítala um 18 milljónir króna á næstu þremur árum en skuldbinding þess efnis var undirrituð 1. nóvember sl.

Hjarta- og æðasjúkdómar eru helsta dánarorsök Íslendinga og því er þetta framlag vátryggingafélaganna mikilvægt og styður hjartadeild Landspítala til nýsköpunar í þjónustu við sjúklinga.

nóvember 14.11.2022

VÍS afhenti Slysa­varna­skóla sjómanna örygg­is­búnað í þrett­ánda sinn

Nýlega tók skólastjóri Slysavarnaskóla sjómanna á móti tíu nýjum flotvinnubúningum frá VÍS og er þetta jafnframt í þrettánda sinn sem félagið gefur skólanum slíkan öryggisbúnað.

Flotvinnubúningarnir, sem nemendur og kennarar skólans nota til að æfa björgun og meðferð björgunarbúnaðar, eru frá VÍS. Flotvinnubúningarnir eru nú orðnir 130 talsins — eða framlag sem jafngildir tæpum 40 milljónum króna.

Meira áhugavert efni

Starfsemin

Við unnum ýmsa sigra á árinu 2022. Við þróuðum nýtt vildarkerfi, nýtt app, lögðum aukna áherslu á að bæta upplifun viðskiptavina okkar, héldum stærstu forvarnaráðstefnu hér landi og stafræn vegferð var á fullri ferð.

Lesa meira

Sjálfbærni

Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið.

Lesa meira

Lykiltölur

Helstu lykiltölur úr rekstri félagsins árið 2022.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Árið 2022 var ár mikilla breytinga hjá VÍS. Á vormánuðum var kynnt nýtt skipulag þar sem lögð var mun meiri áherslu á sókn og upplifun viðskiptavina.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Árið 2022 einkenndist af hækkandi verðbólgu og vöxtum ásamt stríðsátökum handan Atlantshafsins sem hafði áhrif á okkur líkt og aðra, til dæmis með óróa og krefjandi aðstæðum á verðbréfamörkuðum.

Lesa meira