Hoppa yfir valmynd
Auglýsingaherferð VÍS — Mættu því óvænta

Sjálf­bærni skiptir máli

Sjálfbærni skiptir okkur öllu máli. Við viljum að starfsemi okkar og þjónusta stuðli að sameiginlegum ávinningi fyrir allt samfélagið. Tilgangur félagsins er að vera traust bakland í óvissu lífsins með því að veita viðskiptavinum sínum viðeigandi tryggingavernd.

Við tryggjum fyrirtæki, starfsemi þeirra og eignir og leggjum því okkar á vogarskálarnar til þess að trygga góða atvinnu og hagvöxt. Með því að vera til staðar fyrir viðskiptavini okkar stuðlum við að öruggara og traustari samfélagi.

Með sjálf­bærni að leið­ar­ljósi

Framtíðarsýn okkar er að VÍS verði stafrænt þjónustufyrirtæki sem breytir því hvernig tryggingar virka og fækki tjónum.

Með sjálfbærni að leiðarljósi, stuðlum við að því að viðskiptavinir okkar lendi síður í tjónum. Í stað þess að bíða eftir að slysin eigi sér stað, viljum við koma í veg fyrir þau. VÍS er því kraftmikið hreyfiafl með öflugar forvarnir í broddi fylkingar.

Stefna VÍS um sjálfbærni
Með sjálfbærni að leiðarljósi

Það gladdi okkur mikið að hafa hækkað um tíu stig í UFS áhættumati Reitunar á árinu. Þetta er frábær árangur og hlutum við 78 stig af 100 mögulegum sem þýðir að VÍS er hæst tryggingafélaga.

Forstjóri

Sjálfbærniuppgjör 2022

 • VÍS er hæst tryggingafélaga í mati Reitunar og hækkar um 10 stig milli ára.
 • Mikilvægisgreining (e. materiality test) uppfærð á árinu.
 • Áfram mælist ekki launamunur milli kynjanna.
 • Við erum stolt af ánægju starfsmanna en starfsánægja mælist mjög mikil.
 • Vinna hafin við innleiðingu ISO staðall um upplýsingaöryggi (ISO 27001).
 • Reksturinn var kolefnisjafnaður með vottuðum kolefniseiningum frá Natural Capital Partners annað árið í röð. 

Umhverfi

Árangur

 • Reksturinn var kolefnisjafnaður með vottuðum kolefniseiningum.
 • Haldið var áfram að fylgja aðgerðaráætlun loftslagsmála og náðist árangur í að minnka heildarlosun fyrirtækisins um 16% milli ára.
 • Mest minnkaði losunin vegna úrganga og keyptra aðfanga. 

Næsta ár

 • Skilgreina áhættur og fara í áhættumat vegna loftslagsbreytinga á tryggðar eignir.
 • Gera dýpri greiningar á losun inní virðiskeðju og vegna fjárfestinga VÍS.
 • Greining á losun vegna tjóna.

Félagslegir þættir

Árangur

 • Markmið nýsköpunarsjóðs VÍS voru tengd við heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.
 • Áfram mælist ekki launamunur milli kynjanna.
 • Starfsánægja mælist mjög mikil — 94% starfsmanna eru ánægð eða ákaflega ánægð með VÍS sem vinnustað

Næsta ár

 • Að viðhalda þeim árangri að óútskýrður launamunur kynjanna sé ekki til staðar.
 • Að minnka óleiðréttan launamun kynjanna, þannig að meðallaun kynjanna verði sem jöfnust.
 • Greina tækifæri til að viðhalda góðri starfsánægju starfsfólks og bjóða áfram uppá fjölbreytta fræðslu og tækifæri til starfsþróunar.

Stjórnarhættir

Árangur

 • Vinna hafin við innleiðingu ISO staðall um upplýsingaöryggi (ISO 27001).
 • Siðareglur birgja gerðar og birgjamat skipulagt.
 • Halda áfram að þróa vörur sem ýta undir sjálfbærni.
 • Fjárfestingarstefnan birt opinberlega.
 • Hagaðilagreining skilgreind.

Næsta ár

 • Yfirfara nauðsynlegar stefnur og ferla í samræmi við löggjöf (CSRD og EU Taxonomy)
 • Innleiða sjálfbærnimálin markvisst inní áhættustýringu.
 • Útbúa græna innkaupastefnu og greina helstu birgja útfrá sjálfbærnimálum.
 • Ná betra samtali við hagaðila um sjálfbærnimál.

VÍS styður heims­markmið Sameinuðu þjóð­anna

VÍS er aðili að Festu, miðstöð um samfélagsábyrgð og einnig aðili að IcelandSIF, samtökum um ábyrgar fjárfestingar sem og UN-PRI, reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar. VÍS er einnig aðili að UN Global Compact, alþjóðlegum sáttmála Sameinuðu þjóðanna, sem hafður er að leiðarljósi við innleiðingu ábyrgra starfshátta.

Félagið styður sérstaklega við eftirfarandi heimsmarkmið:

VÍS styður heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna

Stjórn­ar­hátta­yf­ir­lýsing

Góðir stjórnarhættir leggja grunninn að ábyrgri stjórnun og vandaðri ákvarðanatöku og stuðla að traustum samskiptum milli hluthafa, stjórnar, stjórnenda, starfsmanna og annarra hagaðila. Stjórnarhættir VÍS snúast um að skýra hlutverk og ábyrgð stjórnenda félagsins innbyrðis, og gagnvart hluthöfum, og auðvelda þeim þannig að ná markmiðum sínum.

Hjá VÍS er lögð rík áhersla á að þróa stöðugt og styrkja góða stjórnarhætti innan félagsins, og að ferli og vinnubrögð samræmist alþjóðlega viðurkenndum viðmiðum um bestu framkvæmd á sviði stjórnarhátta.

Stjórnarháttayfirlýsing 2022
Stjórnarháttayfirlýsing

Meira áhugavert efni

Árið 2022

Árið 2022 var árið þar sem við settum alla áherslu á að vera í auknum samskiptum við viðskiptavini okkar til þess að tryggja rétta og viðeigandi vernd þeirra.

Lesa meira

Starfsemin

Við unnum ýmsa sigra á árinu 2022. Við þróuðum nýtt vildarkerfi, nýtt app, lögðum aukna áherslu á að bæta upplifun viðskiptavina okkar, héldum stærstu forvarnaráðstefnu hér landi og stafræn vegferð var á fullri ferð.

Lesa meira

Lykiltölur

Helstu lykiltölur úr rekstri félagsins árið 2022.

Lesa meira

Ávarp stjórnarformanns

Árið 2022 einkenndist af hækkandi verðbólgu og vöxtum ásamt stríðsátökum handan Atlantshafsins sem hafði áhrif á okkur líkt og aðra, til dæmis með óróa og krefjandi aðstæðum á verðbréfamörkuðum.

Lesa meira

Ávarp forstjóra

Árið 2022 var ár mikilla breytinga hjá VÍS. Á vormánuðum var kynnt nýtt skipulag þar sem lögð var mun meiri áherslu á sókn og upplifun viðskiptavina.

Lesa meira