Framkvæmdastjórn
Hafdís Hansdóttir
Hafdís tók við starfi framkvæmdastjóra þjónustu í mars 2018. Hún ber ábyrgð á einstaklings- og fyrirtækjaráðgjöf ásamt viðskiptaumsjón og þjónustugæðum. Hafdís situr í þjónustu-og vöruráði
Fæðingarár: Hafdís er fædd 1968.
Menntun: BA í félags- og fjölmiðlafræði frá Háskóla Íslands, Meistaragráða frá Lancaster University, rekstrar- og viðskiptanám frá Endurmenntun Háskóla Íslands og markþjálfun frá Háskólanum í Reykjavík.
Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri Þjónustu frá 2018. Starfaði hjá Arion banka og forverum hans frá árinu 2000, síðast sem svæðisstjóri höfuðborgarsvæðisins. Hún var áður útibússtjóri í Kópavogi og svæðisstjóri Kragans, sviðsstjóri þjónustukjarna á viðskiptabankasviði, forstöðumaður Þjónustuvers og aðstoðarútibússtjóri í Hafnarfjarðarútibúi.
Stjórnarseta: Hefur setið í stjórn SSF (samtök starfsmanna fjármálafyrirtækja).