Framkvæmdastjórn
Birkir Jóhannsson
Birkir hefur verið framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi síðan 1. júní 2021. Birkir ber ábyrgð á verðlagningu og afkomu vátrygginga félagins – og að sett séu markmið og mælikvarðar í tengslum við ábyrgan rekstur. Þá ber hann ábyrgð á rekstri tjónadeilda félagsins.
Framkvæmdastjóri kjarnastarfsemi ber einnig ábyrgð á fjármálastjórn félagsins. Auk þess situr Birkir í fjárfestingarráði félagsins.
Fæðingarár: Birkir er fæddur 1983.
Menntun: Birkir er með embættispróf í lögfræði frá Háskóla Íslands og meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík. Auk þess hefur Birkir lokið prófi í verðbréfaviðskiptum og hefur réttindi sem héraðsdómslögmaður.
Starfsreynsla: Framkvæmdastjóri fjármála- og reksturs hjá Valitor 2015-2020, fyrirtækjaráðgjöf Arion banka 2010-2015 og lögmaður hjá Lögmönnum Höfðabakka 2008-2010.